Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2009 Innviðaráðuneytið

Skilti um utanvegaakstur sett upp við hálendisvegi

Vegagerðin setur á næstunni upp 10 skilti til að upplýsa ökumenn um reglur og ástæður fyrir banni við utanvegaakstri á Íslandi. Fleiri skilti verða sett upp á næstu tveimur árum og verða þau alls 30.
Kristján L. Möller virðir fyrir sér skiltið - við hlið þess er Björn Ólafsson, sem sá um verkefnið fyrir hönd Vegagerðarinnar.
Skilti um utanvegaakstur

Kristján L. Möller samgönguráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra voru viðstödd þegar Hreinn Haraldsson vegamálastjóri ritaði undir samning um verkið við samstarfsaðila úr hópi tryggingafélaga og bílaleiga sem lögðu til fjármagn. Aðrir samstarfsaðilar eru Umhverfisstofnun, Landvernd, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands, Slóðavinir, Ferðaklúbburinn 4x4, Landgræðslan, Ríkislögreglustjórinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Landvarðafélag Íslands, Ökukennarafélag Íslands og Umferðarstofa auk ráðuneytanna áðurnefndu.

Tilgangur skiltanna er að upplýsa ökumenn um bann við utanvegaakstri og ástæður þess. Auk þess hafa þau að geyma upplýsingar frá tryggingafélögum og bílaleigum þess efnis að óheimilt sé að aka inn á hálendið á fólksbílum. Texti skiltanna er á nokkrum tungumálum.

Fulltrúar þeirra sem standa að verkinu eru hér við skiltið um bann við utanvegaakstri og fleiri upplýsingum verða sett upp við hálendisvegi á næstunni.

Fulltrúar þeirra sem standa að verkinu eru hér við skiltið um bann við utanvegaakstri og fleiri upplýsingum verða sett upp við hálendisvegi á næstunni.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum