Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Gjaldfrjáls tannlæknaþjónusta fyrir börn vinsæl

Tryggingastofnun hafa borist umsóknir um ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir nærri 700 börn frá rúmlega 300 tekjulágum heimilum. Af þeim hafa umsóknir 548 barna verið samþykktar. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk.

Opnað var fyrir umsóknir um þjónustuna 2. maí sl. og 23. maí var búið að afgreiða 320 umsóknir fyrir 663 börn, þar af voru 306 (46%) piltar og 357 (54%) stúlkur. Af þeim hafa 548 (86%) verið samþykktar. Af samþykktum umsóknum eru 470 (71%) vegna barna af höfuðborgarsvæðinu en 193 (29%) vegna barna af landsbyggðinni. Ferðaheimildir 56 foreldra og forráðamanna vegna 146 barna hafa verið samþykktar.

Eins og kynnt hefur verið í fjölmiðlum heimilaði velferðarráðherra að fjármunir yrðu nýttir til að veita börnum tekjulágra foreldra/forráðamanna yngri en 18 ára nauðsynlegar tannlækningar.  Um átaksverkefni er að ræða sem stendur aðeins í sumar. Sækja þarf um þjónustuna til Tryggingastofnunar sem metur hvort réttur til þjónustunnar er fyrir hendi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira