Hoppa yfir valmynd
3. október 2002 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Rannsókn Skerjafjarðarslyssins

Samgönguráðherra var afhent s.l. mánudag skýrsla bretanna Franks Taylors og Bernie Forwards, er fóru yfir rannsókn flugslyssins er varð í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Skýrslan var unnin að beiðni aðstandenda.


Samgönguráðherra sendi skýrslu Bretanna til umsagnar Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) og Flugmálastjórnar Íslands. Umsögn Rannóknarnefndar flugslysa hefur í dag borist ráðherra. Jafnframt fer nefndin þess á leit við ráðherra, að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd, innlendra og erlendra sérfræðinga, sem falið verði að skila sem fyrst mati á niðurstöðum í skýrslu RNF um slys TF-GTI og eftir atvikum koma fram með aðrar mögulegar skýringar á slysinu svo og viðbótarábendingar í öryggisátt. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur jafnframt ákveðið að víkja sæti við meðferð þessa máls, svo enginn vafi leiki á hlutleysi rannsóknarinnar.

Samgönguráðherra hefur ákveðið að skipa sérstaka rannsóknarnefnd, innlendra og erlendra sérfræðinga. Skipun nefndarinnar verður kynnt innan tíðar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira