Hoppa yfir valmynd
6. mars 2020

ÖSE löggæsluaðferðir kynntar íslensku lögreglunni.

Sérfræðingar frá ÖSE kynntu nútímalegar löggæsluaðferðir, sem byggjast á fyrirbyggjandi aðgerðum, svokölluð “Intelligence-Led Policing (ILP)”-aðferðafræði á námstefnu í Reykjavík fyrir yfirmenn í íslensku lögreglunni 25. - 26. febrúar. ILP-aðferðafræðin hefur verið innleitt í mörgum aðildarríkjum ÖSE og mun vera áhugi á henni á Íslandi. Umsjónarmaður með námstefnunni var Arnar Jensson, ILP-verkefnisstjóri í deild fyrir í löggæslustefnumótun í skrifstofu ÖSE fyrir ógnir yfir landamæri (Strategic Police Matters Unit/ Transnational Threats Department). Arnar Jensson er einnig ritstjóri leiðbeininga, “The OSCE Guidebook on Intelligence-Led Policing”, þar sem ILP-aðferðafræðinni er kynnt sem raunsær valkostur við hefðbundna löggæslunálgun. Leiðbeinendur voru sérfræðingar frá ÖSE, auk sérfræðinga frá ýmsum ríkjum, sem kynntu framkvæmd módelsins í heimalöndum sínum. Um 40 yfirmenn í lögreglunni og fulltrúar dómsmálaráðuneytisins tóku þátt í námstefnunni, sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði.  Gott samstarf hefur komist á á milli ÖSE og lögregluyfirvalda á Ísland og hafa  íslenskir lögreglumenn sótt ÖSE-ráðstefnur í Vínarborg.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum