Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Sýklahernaður - nóv. 2001

19. nóvember 2001

Samingur við Delta hf. um neyðarbirgðir af sýklalyfjum
Lyfjafyrirtækið Delta hefur tekið að sér að tryggja að ætíð séu fyrirliggjandi sýklalyf á Íslandi í varnarskyni vegna hugsanlegs sýklahernaðar. Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið og Delta hf. undirrituðu samning þessa efnis í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkomulagið er gert í ljósi atburða sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum að undanförnu enda talið nauðsynlegt af öryggisástæðum að tryggja að hér á landi séu ávallt til neyðarbirgðir af sýklalyfjum.

Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Delta h.f. sig til þess að hafa að staðaldri á lager lágmarksbirgðir af sýklalyfinu síprox (cíprófloxasín) til að afgreiðslu óski heilbrigðisyfirvöld eftir eftir því. Þetta þýðir að Delta mun ávallt geyma eina framleiðslulotu af 500 mg. töflum á lager, að söluverðmæti 23 milljónir króna til apóteka. Þá má geta þess að magnið sem um er ræða samsvarar 3 ára birgðum miðað við núverandi notkun lyfsins á Íslandi. Samningurinn um neyðarbirgðir er heilbrigðisyfirvöldum að kostnaðarlausu, en greitt verður tiltekið einingaverð fyrir lyfin ef þau verða notuð. Samningurinn gildir frá undirskrift í ár og verður endurskoðaður árlega.

Samkomulagið heilbrigðismálaráðuneytisins og Delta h.f. um neyðarbirgðir af sýklalyfjum er liður í fjölþættum aðgerðum sem gripið hefur verið til af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarnar vikur, en aðgerðirnar hafa verið á hendi og undir stjórn sóttvarnalæknis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum