Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Samið við heimilislækna utan heilsugæslustöðva

17. desember 2002


Samið við heimilislækna utan heilsugæslustöðva
Samninganefndir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Læknafélags Íslands og Reykjavíkur hafa undirritað samninga um þjónustu heimilislækna utan heilsugæslustöðva. Um er að ræða samning sem tekur til 13 sjálfstætt starfandi heimilislækna í Reykjavík og nágrenni. Hann gildir frá 1. janúar 2003 og er uppsegjanlegur frá 1. júlí 2004 með venjubundnum þriggja mánaða fyrirvara. Er samningurinn gerður til að laga kjör heilsugæslulækna utan heilsugæslustöðva að þeirri niðurstöðu sem kjaranefnd komst að vegna launa heilsugæslulækna fyrir stuttu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira