Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2012 Dómsmálaráðuneytið

Helstu dagsetningar í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar
20. október

 25. ágúst  Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur hafist innan lands og utan.    
 
29. september
 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, dvalar- og vistheimilum og í heimahúsum. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi verður að hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16 fjórum dögum fyrir kjördag, þ.e. þriðjudaginn 16. október.

   

 29. september
 
Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur verða á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili þann dag samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár.
   

8. október 
 

Innanríkisráðuneytið auglýsir framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi (hljóðvarpi og sjónvarpi) og dagblöðum eigi síðar en tólf dögum fyrir kjördag.

   

10. október 
 

Sveitarstjórnir leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag. Kjörskrár skulu liggja frammi á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað. Sveitarstjórn skal auglýsa hvar kjörskrá liggur frammi á þann hátt sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar.*

   

20. október 
 

Kjördagur**

   

* Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag.

** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira