Hoppa yfir valmynd
13. maí 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Matið á áætlun

Síðastliðið haust gerðu velferðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið samkomulag við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands (Sjá frétt 22.12.2014) um mat á tilraunaverkefninu um NPA. Á stöðufundi sem stofnunin stóð fyrir í gær  þann 12. maí, með fulltrúum ráðuneytisins og annarra hagaðila kom fram að vinnan gengur samkvæmt áætlun. Verkþættir matsins eru fjölmargar en stofnunin er langt komin með kortlagningu á framkvæmd í einstökum sveitarfélögum, viðtölum við notendur er nú að ljúka og könnun meðal starfsmanna er langt komin svo eitthvað sé nefnt. Hagfræðistofnun hefur hafið undirbúning kostnaðar og ábatagreiningar sem er afar mikilvægur þáttur matsins.  Verklag við framkvæmd matsins er til fyrirmyndar m.a. vegna þess að fulltrúum velferðarráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt fulltrúum notenda fá tækifæri til þess að fylgjast með framvindu matsins og þar með koma með hugmyndir og/eða ábendingar um atriði sem styrkt gætu framkvæmd þess. 

Á fundinum í gær var tekin ákvörðun um að fulltrúar Félagsvísindastofnunar myndu gera grein fyrir hluta niðurstaðna matsins á málþingi sem Verkefnisstjórn um NPA hefur hug á að standa fyrir í byrjun október næstkomandi. 

Gert er ráð fyrir því að mati á tilraunaverkefninu verði að fullu lokið í janúar 2016.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum