Hoppa yfir valmynd
23. desember 2019

Tónleikar Hlínar Pétursdóttur Behrens í Peking

Hlín Pétursdóttir Behrens, Lin Wei og Qin Yu á tónleikum í Peking. - mynd

Hlín Pétursdóttir Behrens söngkona flutti íslensk lög á tónleikum sem fram fóru í hátíðarsal Háskóla erlendra fræða í Peking (Beijing Foreign Studies University) föstudaginn 20. desember sl. Lin Wei lék undir á fiðlu og Qin Yu á píanó en á dagskrá vöru lög eftir Árna Björnsson, Þuríði Jónsdóttur, Jórunni Viðar, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson.

Hlín Pétursdóttir starfaði lengi fyrir Bandalag íslenskra listamanna og átti þá í samstarfi við kínverska listamenn og -miðstöðvar. Lin Wei er Íslendingur af kínverskum uppruna og lék um árabil með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu menningarsamskipta Íslands og Kína um árabil. Fyrrverandi sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Weidong, átti mikinn þátt í skipulagningu tónleikanna í nýrri stöðu sinni sem forstöðumaður rannsóknarstofnunar íslenskra fræða við Háskóla erlendra fræða í Peking.

Sveinn K. Einarsson, staðgengill sendiherra, ávarpaði tónleikagesti fyrir hönd sendiráðsins.

  • Tónleikar Hlínar Pétursdóttur Behrens í Peking - mynd úr myndasafni númer 1
  • Tónleikar Hlínar Pétursdóttur Behrens í Peking - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum