Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2018 Utanríkisráðuneytið

Skýrsla um bætta framkvæmd EES-samningsins gefin út

Kort af aðildarríkjum EES samningsins og Evrópusambandsins - myndmaix

Utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Gengið til góðs – skref í átt að bættri framkvæmd EES-samningsins. Í þessari viðamiklu skýrslu eru rakin ýmis álitamál sem tengjast samningnum, meðal annars tafir á upptöku og innleiðingu EES-gerða og þrengra svigrúm til að hafa áhrif á slíkar gerðir en jafnframt er sjónum beint að endurbótastarfi í þessum efnum.

Í formála sínum að skýrslunni bendir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið sé vafalítið einn mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Hann hafi átt ríkan þátt í aukinni hagsæld þjóðarinnar síðasta aldarfjórðunginn og búið bæði atvinnulífi og almenningi traustara réttarumhverfi. Hins vegar hafi framkvæmdin ekki verið vandalaus en margt hafi samt verið gert til að ráða bót á henni. „Þrátt fyrir það góða starf sem unnið hefur verið hef ég litið svo á að gera mætti enn betur. Hef ég þess vegna látið taka saman frekari hugmyndir í því skyni að hægt verði að byggja á og liðka fyrir yfirstandandi starfi að umbótum á framkvæmd EES-samningsins. Hafa þessar hugmyndir þegar verið bornar upp til samþykktar í ríkisstjórn í samvinnu við forsætisráðuneytið og vonast ég til að þær, ásamt þeim tillögum sem raktar eru í fylgiskjölum með eftirfarandi samantekt, beri tilætlaðan ávöxt með endurbættri framkvæmd EES-samningsins á komandi árum,“ segir utanríkisráðherra í skýrslunni.

Skýrslan er aðgengileg á vef stjórnarráðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira