Hoppa yfir valmynd
14. september 2006 Innviðaráðuneytið

Nú segjum við Stopp!

Skráning er hafin á hvatningaryfirlýsinguna Nú segjum við stopp! þar sem viðkomandi lýsa því yfir að þeir hyggist fara að lögum í umferðinni. Um 4.800 manns höfðu skrifað undir yfirlýsinguna um þrjú-leytið.

Vefurinn er hluti af átaksverkefni sem samgönguráðuneytið og Umferðarstofa hafa skipulagt í samvinnu við ýmsa aðila með sjö borgarafundum í dag þar sem samgönguráðherra boðar hertar aðgerðir vegna tíðra slysa.

Eins og fram hefur komið hafa 19 manns látist í banaslysum í umferðinni í ár, jafnmargir og allt síðasta ár. Markmið átaksins er að hvetja ökumenn til að líta í eigin barm og bæta hegðan sína í umferðinni en mörg banaslysanna og annarra umferðarslysa stafa af of hröðum akstri og að menn nota ekki bílbelti.

Með því að skrifa undir yfirýsinguna skuldbinda menn sig til að fara að lögum og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Sjá má vefinn og skrifa má undir yfirlýsinguna með því að smella hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum