Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2013 Utanríkisráðuneytið

Fundur með varaforsætisráðherra Rússlands

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Arkady Dvorkovich varaforsætisráðherra Rússlands í gærkvöld er sá síðarnefndi hafði viðkomu í Keflavík..

Ráðherrarnir fóru yfir stöðu fríverslunarviðræðna EFTA og tollabandalags Rússlands, Kasakstans og Hvíta-Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi þes að tryggja framgang í viðræðunum á næstunni. Einnig ræddu ráðherrarnir tvíhliða samskipti ríkjanna, t.d. á sviði jarðhita og fjarskipta. Varaforsætisráðherrann skýrði frá undirbúningi Rússa vegna vals á staðsetningu fyrir Heimssýninguna 2020 en Rússland býður fram borgina Ekaterínburg.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum