Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2017 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ísland ljóstengt 2017 – niðurstaða A hluta umsóknarferlis

Umsóknarferli fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 sem nú stendur yfir skiptist í A og B hluta. A hlutinn er nokkurs konar forval og er þeim hluta lokið en B hlutinn eru skil á eiginlegum styrkbeiðnum sem nú fer í hönd.

A hlutanum lauk miðvikudaginn 11. janúar síðastliðinn. Alls bárust gögn frá 35 sveitarfélögum. Mat á þeim gögnum liggur nú fyrir.

Fáein sveitarfélög þurfa að ljúka markaðskönnun áður en lokafrestur vegna B hluta rennur út og er sá frestur til klukkan 13 þann 26. janúar.

Að öðru leyti uppfylla öll sveitarfélögin kröfur til gagna vegna A hluta og eru það eftirfarandi sveitarfélög:

  • Vesturland: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Grundarfjarðarbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær.
  • Vestfirðir: Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð.
  • Norðurland vestra: Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd.
  • Norðurland eystra: Langanesbyggð, Þingeyjarsveit.
  • Austurland: Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Vopnafjarðarhreppur.
  • Suðurland: Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus.
  • Suðurnes: Grindavíkurbær.
  • Höfuðborgarsvæðið: Kjósarhreppur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira