Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Ungbarnadauði hvergi fátíðari

Hvergi í heiminum var ungbarnadauði fátíðari en á Íslandi árið 2007 eða 1,5 af 1.000 lifandi fæddum, en tölurnar eru fyrir árið 2007. Í Evrópu var ungbarnadauði tíðastur í Tyrklandi eða 16,7 af 1.000 lifandi fæddum árið 2007.

Fæddir umfram dána voru næstflestir á Íslandi árið 2007 af löndum Evrópu eða 0,84%. Þeir voru flestir á Írlandi eða 0,98%. Upplýsingarnar eru úr ritinu Landshagir 2009, sem hagstofan gefur út. Í ritinu kemur einnig fram að sjúkdómar í blóðrásarkerfi voru algengasta dánarorsök á Íslandi árið 2008, þar af dóu flestir úr hjartasjúkdómum eða 375 manns.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum