Hoppa yfir valmynd
18. desember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra kynnir skýrslu á Kragasjúkrahúsum

Heilbrigðisráðherra hefur undanfarið kynnt skýrslu um kostnað og ábata af endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur þegar kynnt efni skýrslunnar ásamt fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins á Selfossi og í Reykjanesbæ.

Álfheiður Ingadóttir ávarpar fundarmenn

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, ávarpar fundarmenn

Á fundunum hefur verið farið yfir efni skýrslunnar, tiltekin atriði í henni kynnt sérstaklega og þau rædd. Með þessu vill ráðherra hlusta eftir viðbrögðum starfsmanna viðkomandi stofnana og taka tillit til ábendinga og athugasemda sem fram koma á fundunum. Skýrslan er fyrst og fremst lýsing á starfsemi sjúkrahúsanna, Kragasjúkrahúsanna, sem svo eru nefnd og er í henni reynt að meta ábatann, sem e.t.v. yrði með auknu samstarfi sjúkrahúsanna fag- og fjárhagslega. Af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hafa embættismenn hvatt starfsmenn kragasjúkrahúsanna til að senda inn til ráðuneytisins ábendingar, eða athugasemdir, sem tengjast skýrslunni á [email protected] og er sú hvatning endurtekin hér.

Fjölmennt var á starfsmannafundinum á Selfossi

Fjölmennt var á starfsmannafundinum á Selfossi



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum