Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Alþingi frestar gildistökuákvæði lyfjalaga

Alþingi hefur frestað því að bann við afsláttum lyfjaverslana komi til framkvæmda um áramótin.
Gildistökuákvæði banns við afsláttum er með lögunum frestað til 1. janúar 2012. Er þetta fjórða sinni sem þessu ákvæði er frestað. Ástæða frestunar hefur jafnan verið sú að upphafleg hugmynd um bann við afsláttum lyfjaverslana var hluti af nýju greiðsluþátttökukerfi, sem hrinda átti í framkvæmd samtímis.
Heilbrigðisnefnd Alþingis flutti frumvarpið sem breytir lyfjalögum að þessu leyti og leggur áherslu á að áfram sé unnið að gerð endurgreiðslukerfis lyfja, sem byggist á gagnsæi og jafnræði.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira