Hoppa yfir valmynd
30. mars 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2006

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu geiðslna milli mánaða. Þetta getur valdið miklum sveiflum í einstökum liðum.

Samkvæmt uppgjörinu eykst handbært fé um 23,4 milljarða króna innan ársins, sem er 9,4 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman 11,1 milljarði hægstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 11,5 milljörðum hærri en í fyrra á meðan gjöldin hækka um 2,1 milljarð. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 20,9 milljarða króna sem er 2,9 milljörðum betra en á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – febrúar 2006
(Í milljónum króna)

 

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur

41.483

44.155

48.732

60.718

72.244

Greidd gjöld

38.173

42.266

44.897

47.897

49.967

Tekjujöfnuður

3.309

1.889

3.836

12.821

22.277

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-

-425

-

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

80

659

121

1.117

1.084

Handbært fé frá rekstri

3.389

2.123

3.957

13.938

23.361

Fjármunahreyfingar

-235

333

-1.335

4.011

-2.469

Hreinn lánsfjárjöfnuður

3.154

2.456

2.622

17.948

20.892

Afborganir lána

-10.688

-4.851

-13.878

-11.215

-8.064

   Innanlands

-599

-4.851

-22

-2.216

-8.058

   Erlendis

-10.088

-

-13.857

-9.000

-6

Greiðslur til LSR og LH

-1.500

-1.250

-1.250

-500

-660

Lánsfjárjöfnuður. brúttó

-9.033

-3.645

-12.506

6.233

12.168

Lántökur

11.185

175

17.571

1.016

1.532

   Innanlands

1.062

4.022

3.218

-3.931

1.532

   Erlendis

10.123

-3.848

14.353

4.947

-

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

2.152

2.017

5.064

7.249

13.700

 

 Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 72,2 ma.kr. á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs sem er ríflega 11,5 ma.kr  meiri innheimta en á sama tíma í fyrra, eða um 19% aukning.  Ef hins vegar tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur hækkunin 13,6%. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld ríflega 65,3 ma.kr. sem er 13,8% hækkun frá síðasta ári. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 4,2% þannig að skatttekjurog tryggingagjöld hækkuðu að raungildi um 9,1%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 33,2 ma.kr. og hækkuðu um ríflega 10,4 ma.kr. frá síðasta ári, eða um 45,8% . Munar þar mest um aukna innheimtu fjármagnstekjuskatts en á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs nam hún 13,9 ma.kr. sem er 48,5% aukning frá sama tíma árið á undan. Jafnframt skýrist 4,6 ma.kr. hækkun tekjuskatts lögaðila að mestu af áðurnefndri tilfærslu milli mánaða. Innheimt tryggingagjöld jukust einnig frá fyrra ári, eða um 15,5% en hér ber að nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,5% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta nam 2 ma.kr. sem er lækkun um 15,3% frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld um 1,3 ma.kr. en innheimta þeirra hefur dregist saman frá fyrra ári um 14,6% sem er meðal annars vegna þess að dregið hefur úr skuldbreytingu lána.  

Innheimta almennra veltuskatta nam 27 ma.kr. sem er aukning um 1,3% frá fyrra ári en raunlækkun upp á 2,9% sem skýrist alfarið af lagabreytingu sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum.  Breytingin skýrir 2,8% lækkun á innheimtu virðisaukaskatts frá fyrra ári. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að vörugjöld af ökutækjum skiluðu ríflega fimmtungi meiri tekjum en á sama tíma í fyrra sem er umtalsverð aukning en þó nokkuð minni en hefur verið undanfarin ár. Þetta endurspeglar þá þróun að nokkuð hefur hægt á aukningu innflutnings bifreiða en nýskráningum bíla hefur fjölgað um 24,6% á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs miðað við 79% á sama tíma fyrir ári.

Greidd gjöld nema tæpum 50 milljörðum króna og hækka um 2,1 milljarð frá fyrra ári, eða um 4,3%. Nú er í fyrsta sinn í mánaðarlegum greiðsluuppgjörum birt sundurliðun gjalda samkvæmt nýjum staðli Sameinuðu þjóðanna um skiptingu gjalda á málaflokka, (COFOC). Hjá málaflokkum almannatryggingar og velferðarmál kemur fram 1,1 milljarðs aukning gjalda milli ára. Næstmest er aukningin í heilbrigðismálum, eða 0,9 milljarðar og menntamálum 0,8 milljarðar. Samtals vega heilbrigðismál og almannatryggingar rúmlega helming af útgjöldunum. Á móti hækkunum vegur 1,1 milljarðs lækkun almennrar þjónustu, sem skýrist alfarið af 1,8 milljarða lækkun vaxtagjalda ríkissjóðs, en í janúar í fyrra var stór flokkur spariskírteina forinnleystur sem leiddi til 1,2 milljarða vaxtagjalda. Þá leiddi afborgun erlends láns til 0,9 milljarða vaxtagjalda í fyrra.

Lántökur nema aðeins 1,5 milljörðum króna á móti 7,5 milljörðum í fyrra. Að auki voru stutt innlend lán greidd niður um 8 milljarða króna. Eiginfjárframlag ríkisins í Nýsköpunarsjóð var aukið um 1 milljarð króna og loks voru 0,7 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs jókst um 13,7 milljarða króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2006.

 

Tekjur ríkissjóðs janúar-febrúar 2006

 

Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld

45.704

57.404

68.547

 

11,8

25,6

19,4

  Skattar á tekjur og hagnað

17.819

22.788

33.228

 

13,2

27,9

45,8

     Tekjuskattur einstaklinga

10.572

12.086

13.405

 

9,3

14,3

10,9

     Tekjuskattur lögaðila

1.034

1.375

5.966

 

-

-

-

     Skattur á fjármagnstekjur

6.213

9.328

13.856

 

9,3

50,1

48,5

  Eignarskattar

1.580

2.380

2.016

 

24,3

50,7

-15,3

  Skattar á vöru og þjónustu

21.710

26.638

26.973

 

9,8

22,7

1,3

    Virðisaukaskattur

15.139

18.659

18.133

 

13,0

23,3

-2,8

    Vörugjöld af ökutækjum

709

1.339

1.618

 

34,3

88,9

20,8

    Vörugjöld af bensíni

1.311

1.374

1.441

 

10,6

4,8

4,9

    Skattar á olíu

1.122

1.293

1.153

 

13,9

15,2

-10,8

    Áfengisgjald og tóbaksgjald

1.526

1.578

1.656

 

-12,3

3,4

4,9

    Aðrir skattar á vöru og þjónustu

1.903

2.394

2.972

 

-1,8

25,8

24,1

  Tollar og aðflutningsgjöld

397

425

362

 

0,5

7,0

-14,8

  Aðrir skattar

75

103

112

 

735,2

37,0

8,9

  Tryggingagjöld

4.124

5.071

5.857

 

11,4

23,0

15,5

Fjárframlög

66

120

111

 

8,4

81,0

-7,1

Aðrar rekstrartekjur

2.960

3.123

3.571

 

8,1

5,5

14,3

Sala eigna

0

70

14

 

-

-

-

Tekjur alls

48.730

60.718

72.244

 

10,4

24,6

19,0


 

Gjöld ríkissjóðs janúar-febrúar 2006

 

 Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2004

2005

2006

 

2005

2006

Almenn opinber þjónusta

7.131

7.866

6.745

 

10,3

-14,3

     Þar af vaxtagreiðslur

1.911

2.385

591

 

24,8

-75,2

Heilbrigðismál

11.605

12.876

13.812

 

10,9

7,3

Almannatryggingar og velferðarmál

10.524

10.687

11.819

 

1,6

10,6

Efnahags- og atvinnumál

6.002

5.936

5.672

 

-1,1

-4,5

Menntamál

5.459

6.253

7.089

 

14,5

13,4

Menningar-, íþrótta- og trúmál

2.284

2.332

2.628

 

2,1

12,7

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

1.415

1.452

1.641

 

2,7

13,0

Umhverfisvernd

445

430

495

 

-3,3

15,0

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

32

64

67

 

102,6

4,5

Gjöld alls

44.897

47.897

49.967

 

6,7

4,3



 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum