Hoppa yfir valmynd
17. mars 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Smíðum framtíðina: Stafrænar smiðjur stórefldar

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fulltrúar stafrænna smiðja um land allt á skjánum.  - myndGolli
Stafrænar smiðjur (e. Fab-Lab) hringinn í kringum landið fá stóraukinn fjárstuðning með samkomulagi sem ráðherrar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, mennta- og menningarmála, viðkomandi sveitarstjórnir og skólar undirrituðu í dag. Framlag ráðuneytanna til stafrænna smiðja verður alls 84 milljónir kr. á árinu 2021, þ.e. 38 milljónir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og 46 milljónir kr. frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. 
 

Öflugt samstarfsnet 1750 Fab-Lab smiðja í um 100 löndum hefur það að markmiði að deila þekkingu milli sérfræðinga sem þeim tengjast. Fab-Lab smiðjurnar hér á landi eru hluti af þessu mikilvæga neti. Alls eru stafræktar átta Fab-Lab smiðjur á landinu. Flestar eru þær starfræktar í skólum og eru mikilvægur liður í að efla nýsköpunarhugsun á öllum skólastigum. Starfsemi þeirra miðar að því að þjónusta nemendur, frumkvöðla, fyrirtæki og almenning við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.  

Stafrænar Fab-Lab smiðjur eru nýsköpunarsmiðjur sem veita notendum tækifæri til að hrinda hugmyndum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Smiðjurnar gefa kost á skapandi námi og auka þekkingu og leikni nemenda, kennara, frumkvöðla og almennings. Stafrænar smiðjur styðja þannig við virka þátttöku og áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum sem og bætt tæknilæsi.  

Í smiðjunum er búnaður til þess að raungera hugmyndir með aðstoð stafrænnar hönnunar og framleiðslutækni. 


Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:  
„Ég hef óbilandi trú á hugmyndaauðgi og framtakssemi fólks og stafrænu smiðjurnar eru vettvangur þar sem hugmyndir verða að veruleika. Það er mikilvægt að hugarfar nýsköpunnar fylgi okkur í gegnum allt skólakerfið, og lífið. Þess vegna er Fab-Lab er frábær vettvangur bæði fyrir nýsköpun og þjálfun fyrir störf framtíðarinnar.“ 

 

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra:  
„Stafrænu smiðjurnar eru mikilvægur hlekkur í nýsköpunar- og menntastarfi og vilji okkar er að þær standi nemendum á öllum skólastigum, almenningi og atvinnulífi opnar. Þar er staður til þess að læra, miðla, finna upp og prófa sig áfram. Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar er mikilvæg lykilhæfni sem samkeppnishæfni okkar til framtíðar grundvallast að stórum hluta á.“ 
 
Unnið hefur verið að mótun framtíðarfyrirkomulags smiðjanna í samhengi við áherslur í nýsköpunar- og menntamálum og aðgerðaáætlun til að mæta áskorunum fjórðu iðnbyltingarinnar.  
 
Samkomulagið sem undirritað var í dag miðar að því að tengja starf smiðjanna betur við svæðisbundna lykilaðila á sviði menntunar, rannsókna, menningar og atvinnulífs og að tryggja aðgengi að þeim í öllum landshlutum. Þá er rekstrargrundvöllur þeirra styrktur og umgjörð þeirra fest betur í sessi með skýrari aðkomu ráðuneytanna tveggja, sveitarfélaga á hverjum stað og fræðslustofnana. 

Mynd sem inniheldur kort
Lýsing sjálfkrafa búin til

 

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir alla
17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira