Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Þrettán tilboð í fyrri áfanga Suðurstrandarvegar

Þrettán tilboð bárust í 33 km kafla Suðurstrandarvegar milli Krýsuvíkurvegar og Þorlákshafnarvegar og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægsta tilboðið var frá KNH ehf. á Ísafirði og hljóðaði uppá rúmar 697 milljónir króna eða 73,5% af áætluðum verktakakostnaði sem er 934 milljónir.
Opnun tilboða í Suðurstrandaveg
Opnun tilboða í Suðurstrandaveg. Kristján L. Möller samgöngu-ráðherra fylgist með tölum hjá Gísla Gíslasyni hjá Vegagerðinni.


Tilboðin voru sem hér segir:

Tilboðsgjafar Upphæð
KNH ehf. Ísafirði 697.939.220
Ingileifur Jónsson Reykjavik 698.299.280
Heimir og Þorgeir hf. Kópavogi 781.153.810
Klæðning ehf. Hafnarfirði 796.000.000
Háfell ehf. Reykjavík 798.373.900
Suðurverk hf. Kópavogi 836.667.250
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða Selfossi 870.000.000
Borgarvirki ehf. Spöng ehf. Kópavogi 882.996.000
Borgarverk ehf. Borgarnesi 925.639.000
Skagfirskir verktakar ehf. Sauðárkróki 934.000.000
Íslenskir aðalverktakar Reykjavík 941.463.068
Ístak hf. Reykjavík 947.322.202
Loftorka ehf. Garðabæ 984.607.980


Auk 33 km kafla vegarins snýst vegagerðin um gerð 2,3 km langar tengingar og smíði 12 m langrar steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarnargarða, reiðstígs og girðinga. Undirbyggingu á Krýsuvíkurvegi á að ljúka fyrir 1. júní á næsta ári og smíði nýrrar brúar á Vogsós skal lokið fyrir 15. september 2010. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. september 2011.

Gera má ráð fyrir að tvær til þrjár vikur taki að meta tilboðin áður en ákveðið verður hvaða tilboði verður tekið. Gert er ráð fyrir að síðari hluti Suðurstrandarvegar verði boðinn út með haustinu.

Þá bárust sjö tilboð í eftirlit með framkvæmdinni frá eftirtöldum aðilum:

Línuhönnun, Almennu verkfræðistofunni, VST verkfræðistofu, VSÓ ráðgjöf, Hnit verkfræðistofu, Fjölhönnun og Verkfræðistofu Árborgar. Tilboðsfjárhæð verður opinberuð á síðari opnunarfundi.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira