Hoppa yfir valmynd
29. mars 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Forvarnir, hreyfing og heilsusamlegir lífhættir forgangsmál

Forvarnir, hreyfing og barátta gegn sjúkdómum sem tengjast lífsháttum manna er einn þeirra málaflokka sem nýr heilbrigðismálaráðherra hyggst leggja áherslu á. Til að sinna þessum málaflokki sérstaklega og efla tengsl heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við Lýðheilsustöð, og aðrar stofnanir og félög, sem starfandi eru á þessu vettvangi, hefur Una María Óskarsdóttir verið ráðin sem verkefnisstjóri forvarna tímabundið til sex mánaða. Una María Óskarsdóttir er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur tekið virkan þátt í störfum innan íþróttahreyfingarinnar, var varaformaður kvennahlaupsnefndar ÍSÍ, varaformaður átaksins Íþróttir fyrir alla og sat um skeið í stjórn Umhverfis- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Una María er fyrrum ritstjóri Skinfaxa, málgagns UMFÍ, hefur verið formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs síðan 1998 og gegndi um hríð starfi aðstoðarmanns Sivjar Friðleifsdóttur þegar hún var umhverfisráðherra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum