Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Ræðir menntun heilbrigðisstétta við menntamálaráðherra

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hyggst ræða menntunarmál heilbrigðisstétta við menntamálaráðherra vegna fyrirsjáanlegs skorts á starfsfólki í framtíðinni. Þetta kom meðal annars fram í ræðu ráðherra á morgunverðarfundi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið efndi til í tilefni Alþjóðaheilbrigðisdagsins, en hann var að þessu sinni haldinn í aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um víða veröld undir kjörorðinu Samstarf í þágu heilbrigðis.

Á morgunverðarfundinum flutti Sigurður Guðmundsson, landlæknir, erindi um mannauð og heilsu, Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri, fjallaði um aðgerðir og tilmæli WHO til aðildarríkjanna um hvernig mæta bæri mönnunarvanda og Geir Gunnlaugsson, læknir greindi frá þróunarmálum Íslendinga á sviði heilbrigðisþjónustu. Tveir hagfræðingar, þær Sólveig Jóhannsdóttir og Harpa Guðnadóttir, gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á þróun mannafla í heilbrigðisþjónustunni, og vöktu niðurstöður þeirra verðskuldaða athygli fundargesta.

Sjá nánar:

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn - ræða ráðherra

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum