Hoppa yfir valmynd
17. maí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Aðgerðir til að létta álagi af LSH

Á fundi Sivjar Friðleifsdóttur og stjórnenda Landspítalans var ákveðið að grípa til fjölþættra aðgerða m.a. til að draga úr útskriftarvanda spítalans og slá á þá manneklu sem spítalinn stendur frammi fyrir . Á fundinum var í fyrsta lagi ákveðið að Landspítalinn tæki upp samningaviðræður við forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna um aukinn forgang spítalans að hjúkrunarrýmum á heimilunum. Í öðru lagi var ákveðið að stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala - háskólasjúkrahúss beittu sér fyrir tilraunverkefni um sérhæfða hjúkrunarþjónustu tengda læknisþjónustu í heimahúsum og legðu til hvernig heimaþjónustu heilsugæslunnar og heima­þjónustu sjúkrahússins verði best hagað sjúklingum til hagsbóta. Í þriðja lagi var lögð áhersla á að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða frá öðrum löndum til starfa á Landspítalanum, en fyrstu samningar um slíkt eru á lokastigi. Jafnframt var ákveðið að leita leiða til að fá hjúkrunarfræðinga með starfsleyfi sem starfa ekki við beina hjúkrun til að snúa til faggreinar sinnar á LSH.

Sjá nánar samantekt og tillögur: Útskriftarvandi tillögur    (pdf skjal 81 Kb)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum