Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður nr. 78/2016

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

Þann 23. febrúar 2016 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 78/2016

í stjórnsýslumáli nr. KNU15060002

Kæra [...]

á ákvörðun

Útlendingastofnunar

I. Kröfur, kærufrestir og kæruheimild

Með stjórnsýslukæru, dags. 28. maí 2015, kærði [...], fd. [...], ríkisborgari [...] (hér eftir nefndur kærandi), þá ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 27. maí 2015, að synja honum um hæli á Íslandi ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. f laga nr. 96/2002 um útlendinga.

Kærandi krefst þess aðallega að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi og að honum verði veitt hæli sem flóttamaður hér á landi á grundvelli 1. eða 2. mgr. 44. gr. laga um útlendinga. Til vara er þess krafist að kæranda verði veitt dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. f laga um útlendinga.

Fyrrgreind ákvörðun er kærð á grundvelli 1. mgr. 30. gr. laga um útlendinga og barst kæran fyrir lok kærufrests, sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

II. Málsatvik og málsmeðferð

Kærandi sótti um hæli hér á landi þann 18. febrúar 2014 hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Kærandi var boðaður í viðtal hjá Útlendingastofnun þann 18. febrúar 2015 ásamt löglærðum talsmanni sínum. Með ákvörðun dags. 27. maí 2015, synjaði Útlendingastofnun kæranda um hæli ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærandi kærði þá ákvörðun til kærunefndar útlendingamála þann 28. maí 2015. Greinargerð kæranda, ásamt fylgiskjölum, barst kærunefnd þann 25. júní 2015. Þá bárust kærunefnd viðbótargögn í máli kæranda þann 22. desember 2015. Þann 18. janúar 2016 kom kærandi fyrir kærunefnd útlendingamála og gerði grein fyrir máli sínu, sbr. 5. mgr. 3. gr. b laga um útlendinga. Talsmaður kæranda og túlkur voru viðstaddir.

Kæra þessi hefur hlotið hefðbundna málsmeðferð, gagnaöflun er lokið og er málið hér með tekið til úrskurðar.

III. Ákvörðun Útlendingastofnunar

Í ákvörðun Útlendingastofnunar kom fram að þegar litið væri heildstætt á frásögn kæranda væri hún metin trúverðug og ekki talin ástæða til annars en að leggja hana til grundvallar í málinu.

Varðandi þá málsástæðu kæranda að hann geti ekki leitað til yfirvalda vegna þess að bræður hans, sem hann óttist, séu lögreglumenn segir í ákvörðun Útlendingastofnunar að kvörtunum vegna misferlis lögreglumanna í starfi sé hægt að skjóta til [...]. Stjórnvöld í [...] hafi unnið markvisst gegn spillingu undanfarin ár og spilling opinberra starfsmanna sé refsiverð samkvæmt [...] lögum. Þar að auki starfi

nú nefnd sem vinni að því markmiði að vinna gegn spillingu [...] og sé stefnumótun á þeirra vegum í gildi. Ekkert bendi til þess að bræður kæranda séu svo hátt settir eða áhrifamiklir að þeir geti komið í veg fyrir að kærandi leiti til yfirvalda vegna hótana og að vegna þeirra sé kæranda ekki fært að nýta þau úrræði sem í boði eru í [...]. Borið hafi á viðhorfsbreytingu í [...] samfélagi um [...]. [...] stjórnvöld ákæri og refsi fyrir [...] og dómarar séu ólíklegri en áður til þess að fallast á refsimildun á grundvelli þess að [...].

Jafnframt hafi [...] stjórnvöld gripið til aðgerða til að efla vernd einstaklinga sem vegna stöðu sinnar geti átt á hættu að verða [...], m.a. með breytingu á refsilöggjöf. [...]. Þá hefur Fjölskylduverndarstofnun [...] tekið til starfa þar sem [...]. Fréttaflutningur hefur einnig breyst og einkennist hann nú fremur af [...]. Það var mat Útlendingastofnunar, með hliðsjón af þeim úrræðum sem kæranda bjóðast í heimalandi hans, að kærandi geti leitað til yfirvalda [...].

Þá segir í ákvörðun Útlendingastofnunar að kærandi hafi ekki þurft að þola beinar hótanir af hálfu bræðra sinna og hann hafi flúið heimaland sitt um tveimur mánuðum eftir að [...]. Þær hótanir sem kærandi kveðst hafa fengið símleiðis [...] var ekki fylgt eftir og ekki sé ljóst hver stóð fyrir þeim. Bræður kæranda hafi ekki [...]. Þá er ekkert komið fram sem takmarki möguleika kæranda á að leita sér verndar yfirvalda þar í landi. Ekki verði séð að þær hótanir sem kærandi kveður að beinist að sér séu tilkomnar vegna þeirra ástæðna sem 1. mgr. 44. gr. laga um útlendinga kveður á um, þ.e. vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana.

Í ákvörðun Útlendingastofnunar kemur fram að það að [...] geti ekki eitt og sér orðið til þess að aðstæður einstaklings verði taldar heyra undir 1. eða 2. mgr. 44. gr. laga um útlendinga. Þá sé ekki að sjá að [...] brjóti gegn alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að eða að almennt séu [...] óheimilar samkvæmt þeim.

[...] Að þessu virtu verði ekki talin hætta á að kærandi eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu verði hann sendur aftur til [...].

Að öllu framangreindu virtu var það mat stofnunarinnar að aðstæður kæranda væru ekki með þeim hætti sem greinir í 1. mgr. 44. gr. laga um útlendinga. Ekki verði séð að aðstæður kæranda falli undir ofsóknir í skilningi 1. mgr. 44. gr. a laga um útlendinga. Þá sé það mat stofnunarinnar að aðstæður kæranda séu ekki slíkar sem greini í 2. mgr. 44. gr. laga um útlendinga.

Varðandi kröfu kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. f laga um útlendinga var það niðurstaða stofnunarinnar, að loknu heildarmati á aðstæðum kæranda og í samræmi við athugun á aðstæðum í heimalandi hans, að hann geti leitað til yfirvalda þar vegna erfiðleika sinna. Þá hafi ekkert komið fram um að hann hafi sérstök tengsl við Ísland. Kærandi hafi ekki sýnt fram á ríka þörf á vernd líkt og ákvæðið kveður á um. Því var kæranda synjað um dvalarleyfi á þeim grundvelli.

Kæranda var vísað frá landinu á grundvelli c-liðar 1. mgr. 18. gr., sbr. 19. gr. laga um útlendinga. Auk þess var ákveðið að kæra frestaði réttaráhrifum ákvörðunar skv. 1. mgr. 32. gr. laga um útlendinga.

IV. Málsástæður og rök kæranda

Í greinargerð kæranda komi fram að kærandi hafi flúið heimaríki sitt vegna þess að [...]. Kærandi hafi þá flúið til [...], og hafi farið þar huldu höfði um tíma. Hann hafi fengið upplýsingar um að bræður hans hafi leitað hans í þeim tilgangi að myrða hann. Systir hans hafi varað hann við því að snúa aftur heim. Þá hafi hann fengið símtal frá vinnuveitanda sínum sem hafði sagt honum að bræður hans hefðu komið á vinnustað hans að leita að kæranda og hefðu sagst ætla að skjóta hann. Jafnframt hefðu ýmsir vinir

kæranda samband við hann og spurt hvers vegna bræður hans væru að leita að honum. Í viðtali kæranda hjá Útlendingastofnun hafi kærandi skilað inn afriti af [...].

Kærandi kveðst hvorki hafa getað leitað aðstoðar lögreglu né annarra yfirvalda í [...]. Það séu ættbálkar sem stýri kerfinu þar í landi auk þess sem tveir bræður kæranda séu lögreglumenn, annar varðstjóri glæparannsóknardeildar lögreglunnar og hinn almennur lögregluþjónn. Bróðir kæranda, [...]. Kærandi telji víst að hann hefði aldrei fengið þá vernd sem hann hafði þörf fyrir hefði hann leitað til [...] yfirvalda.

Kærandi hafi talið ljóst að hann hafi orðið að yfirgefa [...] því líf hans hafi verið í hættu. Kærandi kveður [...] og hann telji sig í hættu hvar sem sé í [...]. Þá hafi kærandi ekki getað flúið til nágrannaríkja [...]. Kærandi hafi ferðast til [...] þar sem hann hafi dvalið um sex mánaða skeið. Á meðan dvöl hans þar hafi staðið yfir hafi honum borist símtöl frá [...] með hótunum um að hann hafi [...] og hann myndi verða drepinn hvert sem hann færi. Kærandi hafi orðið óttasleginn og hefði fengið sér nýtt símanúmer en símhringingarnar hafi haldið áfram að berast í það númer. Kærandi hafi því talið ljóst að bræður hans hefðu tengsl [...] og hann hafi talið sig í lífshættu dveldi hann þar áfram.

Kærandi hafi greint frá því í viðtali hjá Útlendingastofnun að það væri litið mjög alvarlegum augum í [...]. Það væri í andstöðu [...]. Í verstu tilfellunum væru [...]. Þá hafi kærandi greint frá því að honum liði illa andlega.

Í greinargerð kæranda komi fram að fjölskylda kæranda séu [...] og á meðal þeirra [...]. Ástand kæranda sé ekki tímabundið og hann geti ekki gert ráð fyrir því að geta snúið aftur heim. Bræður hans hafi ekki [...]. Bræður hans hafi ekki hótað honum beint, heldur í gegnum aðra aðila, en það sé vegna þess að hann hafi farið huldu höfði síðan atburðurinn átti sér stað og ekki verið í neinum samskiptum við bræður sína.

Kærandi byggi kröfu sína á því að hann uppfylli skilyrði 1. og 2. mgr. 44. gr. laga um útlendinga. Þær ofsóknir sem hann hafi sætt í heimalandi sínu megi rekja til [...], sé ekki viðurkennd af þeim alþjóðasáttmálum um málefni flóttamanna sem Ísland sé aðili að. Kærandi hafi flúið [...] sem ógni lífi hans og íslenskum stjórnvöldum beri að veita honum vernd. Því sé hafnað að það að [...] geti ekki eitt og sér orðið til þess að aðstæður einstaklings falli undir 1. eða 2. mgr. 44. gr. laga um útlendinga. Kærandi kveðst óttast [...]. Í greinargerð kæranda er á því byggt að endursending kæranda muni fela í sér brot gegn 68. gr. stjórnarskrárinnar, 2. og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, 6. og 7. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og 45. gr. laga um útlendinga, sbr. 33. gr. flóttamannasamningsins. [...].

Kærandi telji það úrræði, sem nefnt sé í ákvörðun Útlendingastofnunar, að hann geti leitað til umboðsmanns ríkisins [...], standi honum ekki raunverulega til boða. Það muni ekki gagnast honum [...]. Kærandi telji að taka verði mið af þeim sérstöku aðstæðum sem hann sé í. Hann hafi ríka ástæðu til þess að óttast bræður sína og vegna starfa þeirra telji kærandi að hann geti ekki treyst á yfirvöld að veita honum þá vernd sem hann þarfnist. Kærandi byggir á því að hefði hann talið að hann gæti leitað verndar stjórnvalda hefði hann aldrei yfirgefið [...]. Þá telji kærandi að þrátt fyrir að í [...] starfi nefnd sem vinni gegn spillingu sé hann ekki óhultur þar í landi. Jafnframt telji kærandi að þær viðhorfsbreytingar vegna [...], sem nefndar hafi verið í ákvörðun Útlendingastofnunar, komi ekki í veg fyrir þá ógn sem hann standi frammi fyrir. Kærandi vísar til rannsóknar [...]. Reglulega birtist fréttir af [...] .

Kærandi telji staðhæfingu Útlendingastofnunar um að [...].

Þá er á því byggt í greinargerð kæranda að Útlendingastofnun hafi ekki lagt mat á hvort heimilt væri að endursenda hann til [...] eða hvort hann eigi á hættu að vera [...], sbr. 45. gr. laga um útlendinga, og stofnunin hafi þar með brotið rannsóknarskyldu sína. Stofnunin geti ekki skýlt sér á bak við upplýsingar um aukin mannréttindi í [...] þegar það liggi fyrir að kærandi hafi flúið heimaríki sitt af ástæðuríkum ótta við að verða líflátinn. Ennfremur vísar kærandi til 4. mgr. 50. gr. laga um útlendinga um að stjórnvöldum sé skylt að eiga samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar það eigi við.

Þar að auki er á því byggt í greinargerð kæranda að ákvæði 12. gr. f laga um útlendinga eigi við í máli hans. Kærandi vísi því á bug sem fram komi í hinni kærðu ákvörðun að honum sé ekki hætta búin við að snúa aftur til [...] því hann geti leitað sér aðstoðar stjórnvalda. Kærandi telji að verði hann endursendur muni hann hafa raunverulega ástæðu til að óttast um líf sitt og að telja verði að rík mannúðarsjónarmið standi til þess að senda kæranda ekki aftur til [...]. Í greinargerð kæranda er því haldið fram að endursending kæranda færi í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland sé aðili að. Í ljósi þess telji kærandi að hann uppfylli skilyrði 12. gr. f og er sérstaklega vísað til erfiðra aðstæðna hans í heimalandi.

Þá er á því byggt í greinargerð kæranda að Útlendingastofnun hafi farið á svig við 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með því að hafa látið hjá líða að kanna aðstæður kæranda til hlítar hér á landi við mat á því hvort veita beri honum dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. f. Rétt hefði verið að kanna persónulega hagi hans hér á landi, en hann hafi nú dvalið á Íslandi á annað ár og hafi á þeim tíma náð að tengjast landi og þjóð. Hann eigi m.a. góða íslenska vini og hafi áhuga á að fá vinnu hérlendis. Hann hafi verið í námi í ensku og lagt sig fram að aðlagast íslenskum aðstæðum.

V. Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

Lagarammi

Í máli þessu gilda ákvæði laga nr. 96/2002 um útlendinga með síðari breytingum, reglugerð nr. 53/2003 um útlendinga með áorðnum breytingum, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og mannréttindasáttmáli Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Jafnframt ber að líta til ákvæða alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna frá 1951, ásamt viðauka við samninginn frá 1967, og annarra alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda eftir því sem tilefni er til.

Auðkenni

Við meðferð máls kæranda hjá íslenskum stjórnvöldum hefur kærandi lagt fram vegabréf og ökuskírteini sem gefin voru út af [...] stjórnvöldum. Telur kærunefnd því ljóst að kærandi er [...] ríkisborgari.

Landaupplýsingar

[...]

Kærunefnd útlendingamála hefur m.a. skoðað eftirfarandi skýrslur og gögn um aðstæður í [...]: [...]

Lög ríkisins kveða á um sjálfstæði dómstóla en því hefur verið haldið fram að einstaklingar, sem hafi einhverra hagsmuna að gæta, hafi haft áhrif á niðurstöður dóma auk þess sem stjórnvöld hafi ekki í öllum tilvikum virt niðurstöður dómstóla. Í ofangreindri skýrslu [...] kemur fram að refsileysi viðgangist meðal starfsmanna lögreglu og stjórnvalda í [...] og að stjórnvöld hafi ekki aðhafst nægilega við að rannsaka, ákæra og refsa fyrir brot opinberra starfsmanna. Í skýrslunni er jafnframt tekið fram að [...] stjórnvöld viðhaldi almennt góðri stjórn á öryggissveitum landsins. Borgarar [...] geta kvartað vegna

brota lögreglu í starfi eða spillingu opinberra starfsmanna til umboðsmanns ríkisins [...]. Spilling opinberra starfsmanna er refsiverð samkvæmt [...] lögum auk þess sem nefnd starfar með það að markmiði að vinna gegn spillingu [...].

[...]

a. Aðalkrafa kæranda

Kærandi krefst þess aðallega að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi og breytt á þann veg að kæranda verði veitt hæli sem flóttamaður hér á landi.

Til að teljast flóttamaður hér á landi þarf kærandi að sýna fram á að aðstæður hans séu slíkar að þær falli undir 1. eða 2. mgr. 44. gr. laga um útlendinga. Kærandi byggir kröfu sína á því að hann óttist [...] bræðra sinna sem grundvallist á því að hann [...].

Í 1. mgr. 44. gr. laga um útlendinga, sem byggir á A-lið 1. gr. flóttamannasamningsins, segir:

Flóttamaður samkvæmt lögum þessum telst vera útlendingur sem er utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands; eða sá sem er ríkisfangslaus og er utan þess lands þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur vegna slíkra atburða og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta hverfa aftur þangað, sbr. A-lið 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna frá 28. júlí 1951 og viðauka við samninginn frá 31. janúar 1967. Um skilyrði þess að teljast flóttamaður er frekar mælt í 44. gr. a.

Almennt ber að telja ótta umsækjanda ástæðuríkan ef hann getur á nægilega skýran hátt sýnt fram á að áframhaldandi dvöl í heimalandi sé honum óbærileg af ástæðum sem tilgreindar eru í ákvæðinu, eða yrði óbærileg af sömu ástæðum ef hann sneri aftur. Þessi sjónarmið þurfa jafnframt ekki endilega að byggjast á persónulegri reynslu umsækjanda, heldur geta ofsóknir sem vinir hans eða ættingjar eða aðrir sem tilheyra sama þjóðfélagshópi hafa orðið fyrir, gefið til kynna að ótti hans við að verða fyrr eða síðar fórnarlamb ofsókna sé ástæðuríkur.

Í 44. gr. a laga um útlendinga eru sett fram viðmið um það hvað felist í hugtakinu ofsóknir, á hvaða grundvelli slíkar ofsóknir geta byggt og hvaða aðilar geta verið valdir að þeim. Í 1. mgr. ákvæðisins segir:

Til þess að um sé að ræða ofsóknir skv. 1. mgr. 44. gr. verður að vera um að ræða athafnir sem í eðli sínu, eða vegna þess að þær eru endurteknar, fela í sér alvarleg brot á grundvallarmannréttindum, einkum ófrávíkjanlegum grundvallarmannréttindum á borð við réttinn til lífs og bann við pyndingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, bann við þrældómi og þrælkun og bann við refsingum án laga. Sama á við um samansafn athafna, þ.m.t. ólögmæta mismunun, sem hafa eða geta haft sömu eða sambærileg áhrif á einstakling.

Í 3. mgr. 44. gr. a eru taldir upp þeir aðilar sem geta verið valdir að ofsóknum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þar segir að:

Þeir sem geta verið valdir að ofsóknum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eru:

a. ríkið,

b. hópar eða samtök sem stjórna ríkinu eða verulegum hluta landsvæðis þess, og

c. aðrir aðilar, sem ekki fara með ríkisvald, ef sýnt er fram á að ríkið eða hópar eða samtök skv. b-lið þessarar málsgreinar, þar með talið alþjóðastofnanir, geti ekki eða vilji ekki veita vernd gegn ofsóknum eða meðferð sem fellur undir 2. mgr. 44. gr., m.a. með því að ákæra og refsa fyrir athafnir sem fela í sér ofsóknir.

Þótt fallist sé á að einstaklingur í þessari aðstöðu skuli njóta vafans upp að ákveðnu marki, verður kærandi a.m.k. að sýna fram á að líkur séu á að hans bíði ofsóknir í heimalandi. Samkvæmt meginreglum um túlkun flóttamannahugtaksins, sem fram koma í handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, er m.a. miðað við það að viðkomandi þurfi almennt að sýna fram á að gildar ástæður liggi til grundvallar ótta við ofsóknir og að hugarástand flóttamannsins skipti ekki eitt máli heldur verði yfirlýsing hans einnig að fá stuðning í hlutlægum og staðreynanlegum aðstæðum (Handbók um réttarstöðu flóttamanna. Um málsmeðferð og skilyrði samkvæmt flóttamannasamningnum frá 1951 og bókun frá 1967 um réttarstöðu flóttamanna (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Reykjavík 2008)).

Kærandi ber því fyrir sig að hann eigi á hættu ofsóknir af hálfu bræðra sinna vegna [...]. Aðgerðir þeirra grundvallist á því að [...].

Í greinargerð kæranda til kærunefndar kom fram að kærandi kveðst ekki [...]af hálfu [...] yfirvalda heldur [...] af hálfu bræðra sinna. Kærunefnd telur því ljóst að kærandi beri ekki fyrir sig ofsóknir af hálfu [...] stjórnvalda eða aðilum tengdum þeim í heimalandi hans. Kærunefndin telur hins vegar að kærandi hafi ekki gert það sennilegt að hann geti ekki leitað til lögreglu eða annarra stjórnvalda í heimalandi sínu enda benda gögn málsins ekki til annars en að aðstæður í [...] séu almennt til þess fallnar að tryggja mannréttindi einstaklinga. Má því ætla að kærandi hafi raunhæfan möguleika á að leita ásjár yfirvalda í [...], eftir atvikum lögreglu og dómstóla, óttist hann að á honum verði brotið. Það er mat kærunefndar að staða bræðra hans innan lögreglunnar þar í landi hafi ekki áhrif þar á og að kærandi ætti að geta leitað til yfirvalda vegna hótana bræðra sinna eða nýtt sér þau úrræði sem til boða standa í heimalandi hans, sem rakin voru að framan. Þá liggur ekkert fyrir sem gefur raunhæfa ástæðu til að ætla að [...] stjórnvöld skorti vilja eða getu til að koma honum til aðstoðar, óski hann eftir henni við þau, en samkvæmt frásögn kæranda leitaði hann ekki til [...] lögreglunnar vegna þeirra hótana sem hann segir að honum hafi borist.

Að öllu framangreindu virtu telur kærunefndin því að kærandi uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 44. gr. laga um útlendinga fyrir veitingu stöðu flóttamanns.

Ákvæði 2. mgr. 44. gr. laga um útlendinga

Í 2. mgr. 44. gr. laga um útlendinga er kveðið á um að flóttamaður samkvæmt lögunum telst einnig útlendingur sem telst ekki flóttamaður samkvæmt ákvæði A-liðar 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu verði hann sendur aftur til heimalands.

Í ljósi alls þess sem að framan er rakið telur kærunefndin að aðstæður kæranda í heimalandi séu ekki þannig að þær falli undir ákvæði 2. mgr. 44. gr. laganna. Þá telur kærunefndin ekkert fram komið sem bendir til þess að hætt sé við því að kærandi sæti ómannúðlegri og/eða vanvirðandi meðferð við heimkomuna, sbr. 2. mgr. 44. gr. og 1. mgr. 45 gr. laganna.

b. Varakrafa kæranda

Til vara krefst kærandi að sér verði veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 12. gr. f laga um útlendinga nr. 96/2002.

Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. f er heimilt að veita útlendingi dvalarleyfi, þótt ekki sé fullnægt öllum skilyrðum 11. gr., ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla útlendingsins við landið. Í athugasemdum við 12. gr. f laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 115/2010, greinir að fara skuli fram heildarmat á öllum þáttum málsins áður en leyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er veitt.

Samkvæmt 2. málsl. 4. mgr. 12. gr. f er heimilt að veita útlendingi dvalarleyfi ef hann uppfyllir skilyrði a.–e.-liðar 1. mgr. 12. gr. g þó að hann hafi ekki leyfi á þeim grundvelli ef hann hefur dvalið hér á landi í tvö ár hið minnsta vegna málsmeðferðar stjórnvalda um umsókn um hæli. Ljóst er að kærandi hefur dvalið hér á landi í tvö ár vegna málsmeðferðar stjórnvalda. Koma því til skoðunar skilyrði a.-e. - liðar 1. mgr. 12. gr. g sem eru eftirfarandi:

a. að tekin hafi verið hælisskýrsla af umsækjanda,

b. að ekki leiki vafi á því hver umsækjandi er,

c. að ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar umsækjanda,

d. að ekki liggi fyrir beiðni um að annað ríki taki við honum á ný, sbr. 1. mgr. 46. gr. a,

e. að útlendingur hafi veitt upplýsingar og atbeina sinn til að aðstoða við úrlausn máls.

Að mati kærunefndar uppfyllir kærandi skilyrði a.-e.-liðar 1. mgr. 12. gr. g laga um útlendinga. Ennfremur telur kærunefndin að engar sérstakar ástæður mæli gegn því að veita honum dvalarleyfi hér á landi á grundvelli 1. mgr. 12. gr. f.

Með vísan til alls ofangreinds er það niðurstaða kærunefndar að fella skuli ákvörðun Útlendingastofnunar úr gildi og leggja fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 4. mgr. 12. gr. f laga um útlendinga.

c. Málsmeðferð Útlendingastofnunar

Í greinargerð kæranda er því haldið fram að Útlendingastofnun hafi brotið gegn rannsóknarreglu skv. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem ekki hafi verið lagt mat á hvort heimilt væri að endursenda kæranda til [...] og hvort hann eigi á hættu að vera líflátinn eða sæta vanvirðandi meðferð af hálfu [...]. Þá hafi rannsókn á aðstæðum kæranda hér á landi varðandi hans persónulegu hagi ekki verið kannaðir með fullnægjandi hætti varðandi kröfu hans um dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. f laga um útlendinga.

Samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga skal Útlendingastofnun sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því og afla í því skyni nauðsynlegra upplýsinga. Mál telst nægilega rannsakað þegar þeirra upplýsinga hefur verið aflað sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun í því. Um frekari afmörkun á hversu ítarlega beri að rannsaka mál ber m.a. að líta til þess hversu mikilvægt það er. Því tilfinnanlegri eða meira íþyngjandi sem stjórnvaldsákvörðun er, þeim mun strangari kröfur verður að gera til rannsóknar á þeim atvikum sem leiða til niðurstöðunnar. Markmið rannsóknarreglunnar er að tryggja að stjórnvaldsákvarðanir verði bæði löglegar og réttar. Í þeim tilvikum þegar ákvörðun stjórnvalds byggist á mati verður að afla þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru svo hægt sé að beita þeim sjónarmiðum sem ætlun er að byggja stjórnvaldsákvörðun á.

Kærunefnd útlendingamála hefur farið yfir öll gögn varðandi mál kæranda og telur ekki að slíkur ágalli sé á rannsókn og málsmeðferð Útlendingastofnunar við úrlausn málsins þannig að ógilda beri ákvörðun

Útlendingastofnunar af ofangreindum ástæðum. Í ákvörðun Útlendingastofnunar er ítarlega fjallað um aðstæður í [...] og þau úrræði sem kæranda standa til boða hjá [...] stjórnvöldum óttist hann [...], auk þess sem vísað er í alþjóðlegar skýrslur er það varðar. Þá kemur fram í umfjöllun Útlendingastofnunar um kröfu kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. f laga um útlendinga að ekkert hafi komið fram við meðferð málsins um að kærandi hafi sérstök tengsl við Ísland eða hafi sýnt fram á ríka þörf á vernd af þeim ástæðum sem 12. gr. f kveður á um. Kærunefnd telur því ljóst að við meðferð máls kæranda hjá Útlendingastofnun hafi verið litið til aðstæðna hans við mat á hvort veita ætti kæranda dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. f. Af ofangreindu virtu er það því mat kærunefndar að Útlendingastofnun hafi við meðferð málsins sinnt rannsóknarskyldu sinni skv. 10. gr. stjórnsýslulaga með fullnægjandi hætti.

Þá er í greinargerð kæranda vísað til þess að skv. 4. mgr. 50. gr. laga um útlendinga skuli stjórnvöld eiga samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar það á við. Í athugasemdum greinargerðar við 4. mgr. 50. gr. laga um útlendinga er tekið fram að upplýsingar til nota í málum er varða umsóknir um hæli megi m.a. afla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Flóttamannastofnun getur komið að máli hvort heldur er að frumkvæði kæranda eða umboðsmanns hans eða að frumkvæði stjórnvalds. Í ofangreindri málsgrein felst þannig skylda til þess að eiga samvinnu við Flóttamannastofnun og leita upplýsinga hjá stofnuninni þegar það á við og verður að meta hverju sinni hvort svo sé eða ekki. Útlendingastofnun hefur, við úrlausn málsins, metið það svo að ekki hafi verið þörf á að leita til Flóttamannastofnunar og talið að fullnægjandi gögn hafi legið fyrir þannig að málið væri fullrannsakað. Það er mat kærunefndar að Útlendingastofnun hafi að þessu leyti aflað fullnægjandi upplýsinga um aðstæður kæranda og almennt um aðstæður í heimalandi hans og því sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti.

Samantekt

Með vísan til þess sem að framan er rakið er ákvörðun Útlendingastofnunar staðfest hvað varðar umsókn kæranda um hæli hér á landi. Hins vegar telur kærunefndin að veita beri kæranda dvalarleyfi á grundvelli 1. og 4. mgr. 12. gr. f útlendingalaga.

Úrskurðarorð

Ákvörðun Útlendingastofnunar, er staðfest hvað varðar umsókn kæranda um hæli. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi skv. 4. mgr. 12. gr. f laga um útlendinga nr. 96/2002.

The decision of the Directorate of Immigration is affirmed with regard to his application for asylum. The Directorate of Immigration is instructed to issue the applicant a residence permit based on Article 12 f, paragraph 4, of the Act on Foreigners no. 96/2002.

Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður Pétur Dam Leifsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum