Hoppa yfir valmynd
8. september 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Safnstjóri Listasafns Íslands: Umsóknarfrestur til 20. september 2022.

Embætti safnstjóra Listasafns Íslands er laust til umsóknar. Safnstjóri Listasafns Íslands stjórnar starfsemi og rekstri safnsins og mótar listræna stefnu þess. 

Leitað er að einstaklingi til að stýra Listasafni Íslands, sem hefur sýnt ótvíræða leiðtogafærni og til að bera þá þekkingu, reynslu og aðra eiginleika til að takast á við það verkefni, svo sem frekar greinir í auglýsingu þessari.

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og höfuðsafn á sviði myndlistar. Hlutverk safnsins er m.a. að safna íslenskri myndlist, vera miðstöð varðveislu, rannsókna, heimildasöfnunar og miðlunar á íslenskri myndlist. Það veitir öðrum söfnum ráðgjöf, stuðlar að samvinnu listasafna og vinnur að samræmdri safnastefnu á sviði myndlistar, eins og kemur fram í myndlistarlögum nr. 64/2012 og í reglugerð um safnið nr.  171/2014.

Listasafn Íslands heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Safnið annast rekstur þriggja safnhúsa í Reykjavík; Aðalsafnhús Listasafns við Fríkirkjuveg 7, Listasafn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74 og Safnahúsið við Hverfisgötu 15 og starfrækir safnbúðir í þeim öllum. Skrifstofur, heimildasafn og forvörsluverkstæði safnsins er að Laufásvegi 12.

Safnið stendur að öflugu sýninga- og fræðsluhaldi árið um kring. Það kaupir listaverk í samræmi við lög og reglugerð sem gilda um safnið og tekur á móti listaverkagjöfum. Listasafn Íslands lánar verk úr safneign sinni til íslenskra og erlendra safna og sýningarstaða auk þess sem hluti safnkosts prýðir Alþingi, ráðuneyti og sendiráð Íslands erlendis. Safnið hefur einnig séð um útgáfu rita um listaverk.

 

Starfssvið og helstu verkefni:

Safnstjóri Listasafns Íslands ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi safnsins eins og lög og stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um, sbr. m.a. lög um menningarminjar, nr. 80/2012; safnalög, nr. 141/2011; lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996; og lög um opinber fjármál, nr. 123/2015 auk annarra laga og reglugerða í opinberri stjórnsýslu.

Að öðru leyti eru starfsskyldur safnstjóra einkum:

  • Dagleg stjórnun og rekstur Listasafns Íslands svo sem fyrir er mælt í lögum og reglum
  • Yfirstjórn og varðveisla safneignar
  • Fjárhagsleg ábyrgð, áætlanagerð um meðferð fjármuna og rekstur safnsins
  • Stjórnun listaverkainnkaupa og listaverkagjafa til safnsins
  • Stjórnun sýningarhalds, fræðslustarfsemi, útgáfu og þjónustu við safngesti þ.m.t vörusölu
  • Stjórnun lána á listaverkum til hins opinbera og til annarra safna í samræmi við lög og reglur
  • Skipulagning og tilhögun rannsókna sem safnið hefur með höndum
  • Leiða ráðgjafahlutverk og samvinnu viðurkenndra listasafna á landsvísu
  • Móta framtíðarsýn fræðslu, miðlunar og sýningarhalds Listasafns Íslands
  • Ábyrgð á öryggi safneignar og húsakosts
  • Ábyrgð á þróun sýningahalds og rannsókna- og fræðslustarfsemi
  • Annast  umsýslu safneignar, aðgengi og kynningu fyrir almenning og opinbera gesti
  • Að vera menningar- og viðskiptaráðráðuneyti til ráðgjafar um myndlist og listsögulegan menningararf

Hæfniskröfur og eiginleikar umsækjanda:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og staðgóð þekking á starfssviði Listasafnsins
  • Þekking á starfsumhverfi og lögum um Listasafn Íslands
  • Framúrskarandi leiðtogahæfni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði
  • Árangursrík reynsla af stjórnun og mótun liðsheildar
  • Árangursrík reynsla af mannauðsmálum, mannþekking og drifkraftur
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi opinberra stofnana
  • Þjónustulund, ásamt lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla og hæfileiki til að koma fram opinberlega og við miðlun upplýsinga
  • Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til og tjá sig í ræðu og riti

Umsóknarfrestur um stöðuna hefur verið framlengdur til 20. september 2022. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vefnum www.starfatorg.is

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum