Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um flugvernd til umsagnar

Drög að reglugerð um flugvernd eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Þeir sem óska geta sent ráðuneytinu umsagnir til og með 13. maí næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Með reglugerðardrögunum er lögð til einföldun við innleiðingu Evrópureglna á sviði flugverndar sem eru mjög tæknilegar og ítarlegar, auk þess sem þær taka stöðugum og hröðum breytingum. Af þessum sökum er lagt til að efnisákvæði Evrópureglnanna verði ekki lengur að finna í íslenskri reglugerð heldur verði beitt tilvísunaraðferð á sama hátt og gert er á öðrum sviðum flugmála, svo sem á sviði flugrekstrar og lofthæfimála. Drög þessi að reglugerð um flugvernd taka mið af uppsetningu reglugerðar 985/2011 en með útgáfu nýrrar reglugerðar verður hún felld úr gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira