Hoppa yfir valmynd
7. desember 2018 Innviðaráðuneytið

Útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækka

Siglufjörður - myndHaraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins vegna ársins 2018 um 550 m.kr. Áætlað útgjaldajöfnunarframlag skv. A-hluta framlaganna nemur því 9.350 m.kr.

Áætlað framlag vegna B-hluta útgjaldajöfnunarframlaga ársins nemur 575 m.kr. en í lok ársins verður úthlutað 175 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur á árinu 2018 umfram tekjur.

Fyrsta áætlun framlaganna 2018 sem birt var í október 2017 nam 9.400 m.kr. Framlagið var síðan hækkað í 9.550 m.kr. í október sl. og nú í 10.100 m.kr. Er því um að ræða 700 m.kr. hækkun framlaga frá 1. áætlun framlaganna.

Greiðsla vegna hækkunar framlaganna fer fram í dag 7. desember. Endanlegt uppgjör framlaganna fer fram í lok desember.

Áætluð útgjaldajöfnunarframlög 2018

Útgjaldajöfnunarframlag - greiðsluyfirlit

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum