Hoppa yfir valmynd
4. september 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lyfjaútgjöld sjúkratrygginga

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í skýrslu ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað sem gefin var út í mars 2004 var áætlað að ríki og almenningur hafi greitt samtals 14 ma.kr. fyrir lyf á árinu 2003 og þar af hafi ríkið greitt um 67%. Þetta hlutfall hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár. Hlutur ríkisins er greiddur í gegnum sjúkratryggingar og með framlögum til lyfjakaupa heilbrigðisstofnana.

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga í lyfjakaupum nam 6.590 m.kr. á árinu 2005 á föstu verðlagi miðað við neysluverðsvísitölu í júlí 2006. Áætlað er að útgjöld sjúkratrygginga á árinu 2006 verði um 6.700 m.kr. Aukningin skýrist m.a. af nýrri og dýrari lyfjum og gengisbreytingum.

Lyfjaútgjöld sjúkratrygginga á föstu verðlagi voru rúmlega 5.700 m.kr. árið 1998 og hafa því aukist um tæp 17% frá þeim tíma miðað við áætlaða útkomu á árinu 2006.

Lyfjaútgjöld Tryggingastofnunar 1998-2006

Eftir nokkurn útgjaldaauka milli áranna 1998 og 1999 dró úr kostnaði árið 2000 og 2001 en frá þeim tíma eykst lyfjakostnaður um tæp 7% á ári fram til 2004. Frá árinu 2004 hefur hins vegar dregið nokkuð úr lyfjakostnaði sjúkratrygginga sem kemur bæði til vegna hagstæðrar gengisþróunar og samkomulags heilbrigðisyfirvalda við innflytjendur lyfja um að stefna sameiginlega að því að lyfjaverð á Íslandi verði sambærilegt lyfjaverði í nágrannalöndum okkar.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira