Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áhrifarík stund að hittaflóttafólkið við komuna til landsins

Eitt barnanna úr hópnum sem kom í gær
Eitt barnanna úr hópnum sem kom í gær

Félags- og húsnæðismálaráðherra, segir það hafa verið áhrifaríka stund að hitta sýrlenska flóttafólkið sem kom til landsins í gær á vit nýrra heimkynna. Haldin var stutt móttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, buðu þau velkomin.

Ferðalangarnir voru nokkuð þreyttir við komuna til landsins, eftir flug frá Beirút til Keflavíkur með viðkomu í París. Hópurinn samanstendur af sex fjölskyldum, 13 fullorðnum og 22 börnum. Fjórar fjölskyldnanna héldu áfram ferð sinni til Akureyrar en hinar fjölskyldunar setjast að í Kópavogi og biðu þessara nýju íbúa sveitarfélaganna hlýjar móttökur við komuna í gær.

Eygló Harðardóttir segir að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að hitta fólkið við móttökuna í Keflavík og jafnframt áhrifamikið í ljósi þeirra skelfilegu aðstæðna sem þau hafi mátt búa við en hafi nú lagt að baki: „Aðdragandi að komu fólksins er orðinn nokkuð langur en allir sem að málinu koma hafa líka nýtt tímann vel. Ég veit að sveitarfélögin eru vel í stakk búin til að bjóða nýjum íbúum öryggi og allan þann stuðning og aðbúnað sem best gerist. Rauði krossinn mun svo miðla af sinni reynslu og þekkingu og sjálfboðaliðar hafa reynst margir og boðnir og búnir til að veita stuðning og aðstoð svo fólkinu gangi sem best að kynnast íslensku samfélagi og aðlagast nýjum heimkynnum.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum