Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2017 Innviðaráðuneytið

Greiðsla húsaleigubóta færist frá Jöfnunarsjóði

Frá Reykjavík - myndHaraldur Jónasson / Hari

Greiða húsaleigubóta hefur nú færst frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í samræmi við lög um húsnæðisbætur sem Alþingi samþykkti vorið 2016 og tóku gildi um áramótin. Á sama tíma falla úr gildi lög um húsaleigubætur og hlutverk sveitarfélaganna varðandi stuðning til leigjenda og flyst verkefnið til nýstofnaðrar Greiðslustofu húsnæðisbóta.

Jöfnunarsjóður hefur um árabil greitt framlög til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á húsaleigubótum samkvæmt lögum um húsaleigubætur. Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga í apríl 2008 var kveðið á um 60% kostnaðarþátttöku ríkisins í greiðslu sérstakra húsaleigubóta og hefur því sjóðurinn frá árinu 2008 jafnframt greitt framlög til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á sérstökum húsaleigubótum.

Markmið laga um húsnæðisbætur  er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum.

Vinnumálastofnun annast framkvæmd húsnæðisbótakerfisins sem er fjármagnað úr ríkissjóði. Sjá má nánari upplýsingar um húsnæðisbætur á vefnum husbot.is um umsóknarferlið auk þess sem þar er að finna reiknivél sem hjálpar leigjendum að átta sig á fjárhæð mögulegra húsnæðisbóta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum