Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2003 Innviðaráðuneytið

Skipan nýs vegamálastjóra

Samgönguráðherra hefur skipað Jón Rögnvaldsson í embætti vegamálastjóra frá og með 1. mars n.k. í stað Helga Hallgrímssonar, sem lætur þá af störfum eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 1992. Jón var valinn úr hópi sex umsækjenda.


Jón Rögnvaldsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959, og prófi í byggingarverkfræði með vega- og brúargerð sem sérgrein frá Tækniháskólanum í Stuttgart árið 1964.

Jón hóf störf hjá Vegagerðinni að námi loknu. Hann var umdæmisverkfræðingur á Vesturlandi til ársins 1969, deildarverkfræðingur við veghönnun til 1976, yfirverkfræðingur áætlanadeildar til 1992, forstöðumaður tæknisviðs til 1995 og loks hefur hann gegnt stöðu aðstoðarvegamálastjóra frá árinu 1995.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum