Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2003 Innviðaráðuneytið

Vegaframkvæmdir verða stórauknar á næstu 18 mánuðum

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að láta auka vegaframkvæmdir á næstu 18 mánuðum og flýta vinnu við þegar ákveðin verkefni til að stuðla að eflingu atvinnutækifæra fram til þess tíma er áhrifa af stóriðjuframkvæmdum fer að gæta til fulls.

Jafnframt er samþykkt að hrinda í framkvæmd áætlun um menningarhús og auka fé til atvinnuþróunar.

1. Settar verða:

a) 1000 milljónir til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu
b) 1000 milljónir til vegagerðar á norð-austursvæðinu
c) 500 milljónir til vegagerðar í Suðurstrandarveg / 200 milljónir í Hellisheiði / 200 milljónir í Gjábakkaleið
d) 1000 milljónir til vegagerðar á Vestfjörðum / 200 milljónir í Þverárfellsveg
e) 500 milljónir til gangagerðar undir Almannaskarð.

II. Settar verða 700 milljónir til atvinnuþróunarátaks á vegum Byggðastofnunar.

III. 1000 millljónir verða veittar til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum enda náist viðhlítandi samningar við viðkomandi sveitarfélög.

IV. Eftirfarandi vegaframkvæmdum sem þegar hafa verið ákveðnar verður flýtt:

-Skeiða- og Hrunamannavegur
-Gatnamót við Stekkjarbakka og Reykjanesbraut
-Reykjanesbraut í Hafnarfirði
-Kjósarskarðsvegur
-Kolgrafarfjörður á Snæfellsnesi
-Hólmavíkurvegur um Kálfaneslæk
-Steingrímsfjarðarheiði, breikkun slitlags
-Strandvegur á Sauðárkróki
-Siglufjarðarvegur um Gránugötu á Siglufirði
-Brú á Ólafsfjarðarós
-Aðaldalsvegur í Suður-Þingeyjarsýslu
-Hafnarvegur á Húsavík
-Hringvegur um Víðidal í Norður-Múlasýslu.

Til að fjármagna verkefni skv. I. og II. lið verða öll bréf ríkisins í Búnaðarbanka Íslands og í Landsbanka Íslands seld á markaði svo og bréf í Íslenskum Aðalverktökum. Samtals eru tekjur áætlaðar að verði nálægt 5 milljarðar króna. Ríkissjóður mun fjármagna framkvæmdir uns sölutekjur hafa skilað sér.

Liður III verður fjármagnaður með tekjum af þegar seldum eignum eins og áður hefur verið ákveðið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum