Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingar um þróun komugjalda

07. janúar 2002


Upplýsingar um þróun komugjalda

Hlutur sjúklinga í kostnaði vegna komu á heilsugæslustöð (sjá samantekt HTR) er lægri nú en hann var fyrir 11 árum. Þá var komugjaldið 600 kr. fyrir allan almenning, en 200 kr. fyrir börn og lífeyrisþega. Komugjöld sjúklinga hækkuðu í 700 kr. fyrir almenning og í 300 kr. fyrir börn 30. janúar 1996 og voru óbreytt þar til þau voru hækkuð 19. desember 2001 í annars vegar 850 kr. fyrir almenning og 350 krónur fyrir börn og lífeyrisþega.

31. janúar 2002 voru komugjöldin lækkuð í 400 kr. fyrir hverja komu fyrir almenning og 200 kr. fyrir börn og lífeyrisþega. Komugjöldin verða almennt 500 kr. fyrir hverja komu frá 15. janúar 2003, eins og áður hefur komið fram og eftir það verður hlutur barna og lífeyrisþega 250 kr. fyrir hverja komu.

Á mælikvarða almennra verðlagsbreytinga síðustu ellefu árin er ljóst að tilkostnaður þeirra sem leita til heilsugæslunnar hefur minnkað umtalsvert á tímabilinu mælt í komugjöldum, enda hefur það verið stefna heilbrigðisyfirvalda að leitast við að stilla komugjöldum í heilsugæslunni í hóf.

Varðandi sérfræðilækniskostnaðinn þá lítur dæmið þannig út að hlutfallslegur kostnaður sjúklinga við komur til sérfræðilækna hefur aukist mun minna en nemur almennum verðlagshækkunum frá árinu 1996 (sjá samantekt HTR sem byggð er á staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins).

Meðalútgjöld sjúklings á hverja komu til sérfræðilæknis var 1615 krónur árið 1996 en var 1737 krónur á árinu 2001, hækkunin nemur um 7,5%. Á sama tímabili hefur hlutur Tryggingastofnunar í kostnaði við komu sjúklinga til sérfræðilækna rúmlega tvöfaldast, var 1965 kr. árið 1996 og fór í 4172 kr. árið 2001. Hlutfallslega hefur því dregið úr kostnaði einstaklinga við komu til sérfræðilækna en hlutur Tryggingastofnunar hefur aukist að sama skapi (sjá viðhengi). Undirstrikað skal að hér er verið að tala um meðaltalsútgjöld sjúklings og TR fyrir hverja komu. Upplýsingar um þróun útgjaldanna er að finna á heimasíðu TR í Staðtölum TR.


Viðhengi sem fylgja með hér að neðan sýna þetta nánar.
Yfirlit um þróun komugjalda (pdf-skjal)
Hlutfallsleg skipting sérfræðilækniskostnaðar 1996-2001 (pdf.skjal)




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum