Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingar um notkun þunglyndislyfja

11. feb. 2003


Upplýsingar um notkun þunglyndislyfja
Árið 2001 afgreiddu lyfjaverslanir sem svarar 73,7 af skilgreindum dagskömmtum af geðdeyfðarlyfjum fyrir hverja 1000 íbúa, eða tæplega 94% af skráðri sölu. Tæplega tveir þriðju (63,4%) lyfjaávísana voru handa konum, en þær fengu 74% fleiri dagskammta en karlar í heild, mismunandi eftir aldri. Þunglyndisraskanir og þunglyndiseinkeinni eru tvöfalt algengari hjá konum en körlum og því kemur ekki á óvart að fleiri konum sé ávísað geðdeyfðarlyfjum. Sé litið til aldurs fá fleiri ungir drengir en stúlkur geðdeyfðarlyf. Við kynþroskaaldur snýst þetta við og frá fimmtán ára aldri og uppúr nota mun fleiri konur geðdeyfðarlyf en karlar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingvarsdóttur á Alþingi.
Svar ráðherra... (Pdf.skjal)






Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum