Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra varðandi starfsemi BUGL

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
27. febrúar 2003


Fjölgun starfsmanna, aukning fjár og efld göngudeild - Fjölgun innlagnarrýma á næsta leyti


Vegna umræðna um Barna-og unglingageðdeild Landspítala vill Jón Kristjánsson heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra taka fram eftirfarandi:

  • Legurými og dagpláss á BUGL eru samtals 21. 9 á unglingadeild, 6 á barnadeild og 6 á Kleifarvegi.
  • Samkvæmt upplýsingum yfirlæknis tekur deildin á móti um 300 nýjum tilvikum á ári
  • Frá árinu 1998 hefur stöðugildum á BUGL (Barna og unglingageðdeild Landspítalans) fjölgað úr 67,8 í 84,9 nú í febrúar 2003.
  • Frá árinu 1998 hefur stöðugildum lækna fjölgað úr 5,35 í 7,73.
  • Á árinu 1997 afgreiddi göngudeildin á BUGL 250 mál, á árinu 1998 voru afgreidd 316 mál og á árinu 2002 voru afgreidd 436 mál.
  • Á árinu 1998 voru fjárframlögin til BUGL 266 milljónir króna en voru 339 milljónir króna á árinu 2002.

(Allar tölur byggjast á upplýsingum frá geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss)

Heilbrigðismálaráðherra hefur farið þess á leit við Magnús Pétursson, forstjóra Landspítalans, að þegar í stað verði gengið úr skugga um hvort ekki sé unnt að fjölga innlagnarplássum og bæta þannig úr brýnni þörf skjólstæðinga BUGL sem þarfnast innlagnar. Von er á tillögum í málinu í næstu viku.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira