Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Breyting á reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir

Frá Reykjavík - myndHugi Ólafsson
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út breytingu á reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sem m.a. varðar loftslagsmál.

Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um leyfisveitingakerfi vegna innflutnings vetnisflúorkolefna en hér á landi eru þau einkum notuð sem kælimiðlar, ýmist hrein eða blönduð við önnur efni. Setning þessarar reglugerðar hér á landi markar því mikilvægt skref í formlegum aðgerðum til að sporna við hlýnun jarðar af manna völdum.

Þá felur reglugerðin í sér breytingar varðandi vottun starfsmanna og fyrirtækja sem starfa samkvæmt reglugerðinni.

Reglugerðin er meðal annars sett til innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem gert er ráð fyrir að verði tekin upp í EES samninginn næstkomandi vor.

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum