Hoppa yfir valmynd
8. maí 2015 Forsætisráðuneytið

26. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá 

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Undirbúningur 2. áfangaskýrslu
  3. Embætti forseta Íslands
  4. Önnur mál

Fundargerð

26. fundur – haldinn föstudaginn 8. maí 2015, kl. 9.15, í fundarsal Þjóðminjasafns, Reykjavík. 

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Róbert Marshall, sem tilnefndur hefur verið til setu í nefndinni af hálfu Bjartrar framtíðar, og Valgerður Bjarnadóttir. Valgerður Gunnarsdóttir hafði boðað forföll.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 25. fundar, sem haldinn var mánudaginn 24. apríl 2015, var send nefndarmönnum með tölvupósti 7. maí. Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.

2. Undirbúningur 2. áfangaskýrslu

Drög að efnisyfirliti fyrirhugaðrar 2. áfangaskýrslu voru lögð fram og rædd.

3. Embætti forseta Íslands

Drög að minnisblaði (nr. 1, dags. 6.5.2015) voru send nefndarmönnum með tölvupósti 7. maí. Rætt var almennt um minnisblaðið og gerðar við það ýmsar athugasemdir.

Drög (nr. 2) að uppfærðu minnisblaði verða send út að lokinni úrvinnslu á umræðum og óskað eftir skriflegum athugasemdum nefndarmanna.

4. Önnur mál

RM óskar eftir að bókað verði að hann lýsi furðu sinni á því að ekki hafi verið gengið frá skipun hans í nefndina.

Formaður gerði grein fyrir vinnu í sérfræðingahópum, sbr. bókun á 25. fundi, og endanlegri skipan hópanna.

Að lokinni umfjöllun um þau fjögur efnisatriði sem nú eru til úrvinnslu hjá sérfræðingahópum verður fjallað um málefni ríkisstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.00. 

SG skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum