Hoppa yfir valmynd
15. desember 2016 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingum á reglugerð um flugvernd til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingum á reglugerð um flugvernd. Með breytingunum er leitast við að tryggja að ákvæði reglugerðarinnar endurspegli að fullu alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins hvað varðar flugverndarráðstafanir. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 28. desember og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Reglugerð um flugvernd, nr. 750/2016, hefur að geyma ákvæði um flugvernd á flugvöllum, flugverndaráætlanir, flugverndarstjóra, aðgangsheimildir og fleira. Tilefni breytinganna eru m.a. athugasemdir sem ráðuneytinu bárust í kjölfar birtingar reglugerðarinnar.

Lagðar eru til allnokkrar breytingar en þær veigamestu lúta að bakgrunnsathugunum og mati á afbrotaferli þess sem sætir skoðun og miða breytingarnar að því að gæta meðalhófs við skoðun á bakgrunni einstaklinga. Þá skorti ákvæði um sviptingu aðgangsheimilda í reglugerðina og er hér bætt úr því.

Í viðaukum reglugerðardraganna er birt skrá yfir þá hluti sem bannað er að hafa með sér inn á flugverndarsvæði og skrá yfir þau brot á lögum sem hafa áhrif á aðgang að haftasvæði flugverndar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum