Hoppa yfir valmynd
29. mars 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Réttarbætur kynntar á ráðstefnu um félagsþjónustu á Nordica hotel

Ráðstefnugestir á Nordica hotel er 500 talsins.
Ráðstefnugestir á Nordica hotel eru 500 talsins.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra greindi frá því í setningarræðu sinni á ráðstefnunni mótum framtíð – stefnur og straumar í félagslegri þjónustu á Nordica hotel í morgun að hann hefði óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að það undirritaði nýjan samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans.

Réttarbætur í nýjum samningi

Ég tel að samningur þessi kveði á um raunverulegar réttarbætur þar sem hann skýrir réttarstöðu fatlaðra og kveður skýrt á um rétt þeirra til að standa jafnfætis öðrum í samfélaginu“, sagði félagsmálaráðherra.

Félagsmálaráðherra sagði að Ísland yrði aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarbætur fyrir fatlaða.Á morgun verður opnað fyrir undirritun samningsins í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann hefur verið í undirbúningi frá árinu 2001 þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að vernda frekar og efla réttindi og virðingu fatlaðra.

Ég mun leggja áherslu á að heildarsamtök fatlaðra, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, muni bæði koma að því eftirliti og aðhaldi hér á landi sem gert er ráð fyrir í samningnum.“

Viðamikil ráðstefna

Um 500 ráðstefnugestir hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnuna sem félagsmálaráðuneytið heldur í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, Rauða kross Íslands, Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Ís-Forsa ásamt fleiri hagsmunaaðilum.

„Ég tel brýnt að efna til slíkrar ráðstefnu einmitt nú þegar blásið hefur verið á ný auknu lífi í umræðuna um félagslega þjónustu hér á landi, skipulag hennar og innviði“, sagði Magnús Stefánsson. „Það á við um velferðarþjónustuna almennt. Áhugi á þessum málaflokki fer greinilega vaxandi. Hann er til marks um að við Íslendingar kjósum sem fyrr samfélagsgerð sem byggist á samhjálp og jöfnuði.“

Félagsmálaráðherra ræddi einnig um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði þjónustu við fatlaða og ítrekaði skoðun sína að kostir við flutning málaflokksins til sveitarfélaganna séu ókostunum yfirsterkari.

„Þeir sem við eigum að þjóna hverju sinni spyrja ekki hver veitir þjónustuna heldur hvort hún sé fyrir hendi og hve góð hún er“, sagði Magnús Stefánsson. Hann nefndi að þessi tilhögun hefði tekist vel í þeim sveitarfélögum sem hún hefði verið reynd.

Stefnumótun í málefnum fatlaðra

Á ráðstefnunni er jafnframt kynnt stefnumótun ráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna til ársins 2016 sem er á lokastigi. Magnús Stefánsson segist vilja færa þjónustuna nær þeim sem þurfa á henni að halda og að þau viðhorf endurspeglist vel í þeim stefnudrögum sem fyrir liggja og eru til umsagnar. Hið sama eigi við um stefnu og framkvæmdaáætlun um að bæta verulega þjónustu við geðfatlað fólk.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum