Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2002 Heilbrigðisráðuneytið

Fréttapistill vikunnar 30. mars - 5. apríl 2002

Fréttapistill vikunnar
30. mars - 5. apríl 2002


Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl helgaður hreyfingu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ákveðið að 7. apríl hvetji heilbrigðisyfirvöld almenning og heilbrigðisstarfsmenn um heim allan til að hreyfa sig - og njóta lífsins, en það eru einkunnarorð alþjóðaheilbrigðisdagsins í ár. Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið og Landlæknisembættið gefa í tilefni dagsins út bækling og veggspjald í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina til að vekja athygli á alþjóðaheilbrigðisdeginum, og til að hvetja almenning til að hreyfa sig skipulega til heilsubótar. Hvoru tveggja er dreift á heilsugæslustöðvar, á heilbrigðisstofnanir, á sjúkrahús, til sjúkraþjálfara og víðar, m.a. í samvinnu við átakið Ísland á iði, sem er samstarfsverki Íþrótta-og ólympíusambands Íslands, landlæknisembættisins, fjölmiðla og fleiri aðila.
MEIRA...

Stjórnunarupplýsingar Landspítala - háskólasjúkrahúss í febrúar 2002

Meðallegutími á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur styst úr 8,4 dögum í 7,7 daga miðað við sama tímabil árið 2001. Meðallegutími vegna meðgöngu og sængurlegu er 2,9 dagar, meðallegutími á skurðlækningadeildum 4,6 dagar og 6,1 dagur á lyflækningadeildum öðrum en blóðsjúkdóma- og krabbameinsdeildum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stjórnunarupplýsingum fyrir febrúar 2002.
MEIRA...

Greiðslur fyrir læknisvottorð
Tekið hefur gildi reglugerð nr. 246/2002 um breytingu á reglugerð nr. 218/2002 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Breytingin fjallar um greiðslur fyrir læknisvottorð en nokkur munur er á gjöldum sem heimilt er að innheimta fyrir vottorð eftir eðli þeirra.
REGLUGERÐIN...

Nýr samingur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
Nýr samningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara tók gildi 1. apríl. Í kjölfar samningsins munu útgjöld Tryggingastofnunar hækka um 150 milljónir króna en kostnaður stofnunarinnar var um 850 milljónir vegna þjálfunar á árinu 2001. Á heimasíðu TR eru upplýsingar um kostnaðarhlutdeild sjúklinga í sjúkraþjálfun.
MEIRA...

Ný reglugerð um slysatryggingar íþróttafólks
Þann 1. apríl tók gildi ný reglugerð um slysatryggingar íþróttafólks. Samkvæmt henni munu slysatryggingar almannatrygginga aðeins taka þátt í kostnaði vegna slysa íþróttamanna við æfingar, keppni eða sýningar leiði þau til 10 daga fjarveru eða meira frá vinnu, en áður voru engin tímamörk. Íþróttafólk á eftir sem áður sama rétt til sjúkratrygginga almannatrygginga og aðrir.
REGLUGERÐIN...
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
5. apríl 2002

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum