Hoppa yfir valmynd
22. júlí 2010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Breyting á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007 er nú til umsagnar. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á netfangið [email protected] til 5. ágúst næstkomandi.

Á grundvelli umferðarlaga nr. 50/1987 og reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja setur Vegagerðin  þungatakmarkanir í þeim tilfellum að burðarþol vega er skert til dæmis þegar frost er að fara úr jörðu.

Í 11. grein reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja er kveðið á um að takmörkun gildi bæði um heildarþyngd og ásþunga ökutækis. Að mati Vegagerðarinnar er ekki nauðsynlegt þegar þungatakmarkanir vegna skerts burðarþols vega eru settar að gera jafnframt fortakslausar kröfur um lækkaðan heildarþunga vagnlestar undir þeim mörkum sem almennt gilda í viðauka 1 og II við reglugerðina heldur einungis að takmörkunin gildi fyrir ásþunga.

Hjálögð breyting felur því í sér að þegar auglýstar eru takmarkanir á ásþunga þá geti flytjendur flutt áfram sama heildarþunga og reglur í viðauka 1 og II gera ráð fyrir en þurfa að að mæta skertum ásþunga með því að dreifa þunganum á fleiri ása. Jafnframt er VI. viðauki reglugerðarinnar um þungatakmarkanir endurskoðaður.

Eins og fyrr segir er unnt að senda athugasemdir við reglugerðardrögin til og með fimmtudagsins 5. ágúst næstkomandi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira