Hoppa yfir valmynd
7. september 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Viljayfirlýsing um aukið samstarf í þágu barna

Frá vinstri: Sigurður Ingi Jóhannesson, Sigríður Anderssen, Ásmundur Einar Daðason, Svandís Svavarsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir - myndVelferðarráðuneytið

Ráðherrar félags- og jafnréttismála, heilbrigðismála, mennta- og menningarmála, dómsmála, samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samband íslenskra sveitarfélaga lýsa yfir vilja til þess að auka samstarf milli málefnasviða sem undir hvern og einn aðila heyra og snúa að velferð barna. Markmiðið er að brjóta niður múra sem kunna að myndast á milli kerfa þegar tryggja þarf börnum heildstæða og samhæfða þjónustu. Aðilar viljayfirlýsingarinnar telja að aukið samstarf sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að setja börn í forgrunn þjónustulausna og til þess fallið að skapa raunverulega barnvænt samfélag.

Um útfærslu samstarfsins og framkvæmd viljayfirlýsingarinnar fer samkvæmt aðgerðaáætlun sem unnin verður sameiginlega af ofangreindum aðilum, en yfirmarkmið þeirrar aðgerðaáætlunar skal vera að setja börn sem njóta þjónustu á vegum aðila í forgrunn og vinna saman að velferð þeirra. 

Reykjavík,

 

_________________________________ 

Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra 

  

_________________________________

 Halldór Halldórsson
Samband íslenskra sveitarfélaga

 

_________________________________

Lilja Alfreðsdóttir
mennta- og menningarmálaráðherra

 

_________________________________

Sigríður Á. Andersen
dómsmálaráðherra

 

_________________________________

Sigurður Ingi Jóhannsson
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

_________________________________

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum