Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2020 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um stefnu ESB um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í flugi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um þann hluta stefnu sinnar um að auka hlut annars konar eldsneytis en jarðefnaeldsneytis, sem á við flug. Átakið hefur verið kallað ReFuelEU Aviation – Sustainable Aviation Fuels Initiative. Samráðið hófst þann 5. ágúst sl. og stendur til 28. október 2020. Gera má ráð fyrir því að tillaga að reglugerð á þessu sviði yrði tilbúin af hálfu framkvæmdastjórnarinnar á síðasta ársfjórðungi þessa árs.

Með samráðinu á að safna saman upplýsingum um kostnað og ábata af þeim leiðum sem til greina koma. Þá vill framkvæmdastjórnin fá upplýsingar um atriði sem þyrfti að skoða sérstaklega. Markmiðið með samráðinu er að safna saman sjónarmiðum og skoðunum á þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar eru sem og að öðrum mögulegum aðgerðum. Vísað er til þeirra aðgerða og valkosta sem kynntir voru í áætlun sambandsins um að flýta fyrir því að skipt yrði um orkugjafa í flugi: European Green Deal. Það átti fyrst og fremst að gerast með aukinni framleiðslu á annars konar eldsneyti.

Samráðinu er sérstaklega beint til hins opinbera, bæði innan einstakra ríkja og innan Evrópusambandsins, til þeirra sem hafa með höndum setningu reglna um flug og loks þeirra sem sjá um að vistvænt eldsneyti sé til staðar auk annarra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum