Hoppa yfir valmynd
24. júní 2019 Innviðaráðuneytið

Verzlunarfjelag Árneshrepps opnað á Ströndum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við opnunarathöfn Verzlunarfjelags Árneshrepps. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnaði í dag verslun Verzlunarfjelags Árneshrepps á Ströndum. Síðastliðið haust hættu fyrri eigendur rekstri verslunar í Árneshreppi. Eftir síðustu áramót hófst vinna að stofnun nýs félags og var það stofnað 1. febrúar. Hluthafar eru 138 í nýja félaginu og hlutafé á sjöttu milljón.

Sigurður Ingi sagði í ávarpi sínu að það væri afar ánægjulegt að vera viðstaddur þessa stund: „Mörg hjörtu slá með Árneshreppi,“ sagði Sigurður Ingi. „Verslun er mikilvæg fyrir öll samfélög og einn þátturinn er að í versluninni kemur fólk saman og spjallar um daginn og veginn og eflir þannig tengslin sem nauðsynleg eru.“

Verzlunarfjelagið hlaut í vetur þriggja ára verkefnastyrk sem veittur var á grundvelli byggðaáætlunar vegna verslunar í strjálbýli. Styrkurinn nam 7,2 milljónir kr. yfir allt tímabilið, eða 2,4 milljónir árlega 2019-2021. Styrkir af þessu tagi eru veittir verslunarrekendum á tilteknum stöðum í strjálbýli til að skjóta frekari stoðum undir verslun, m.a. með samspili við aðra þjónustu.

Verslun í strjálbýli - aðgerð á byggðaáætlun 2018-2024

Frétt um úthlutun til að efla verslun í strjálbýli (des. 2018)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum