Hoppa yfir valmynd
21. mars 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

1150 milljóna kr. innspýting í menningu, íþróttir og rannsóknir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun verja viðbótar 750 milljónum kr. í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum, til að sporna við efnahagsáhrifum COVID-19 faraldursins. Þá verður 400 milljónum kr. varið í rannsóknartengd verkefni. Alls er því um ræða 1.150 milljónir kr., sem koma til viðbótar við fjárveitingar í fjárlögum ársins 2020.

„Það er mikilvægt að þessir fjármunir komist í umferð sem allra fyrst, svo afkoma fólks og félaga sem starfa á þessum sviðum verði betur tryggð. Við ætlum skapa störf fyrir fólk sem hefur orðið fyrir miklu tekjutapi vegna aðstæðna, og í leiðinni menningarverðmæti og þekkingu sem nýtist inn í framtíðina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þetta er veruleg innspýting í þessa mikilvægu starfsemi og aðgerðirnar eru umfangsmeiri en stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til af sama tilefni. Þetta er stór áfangi í þeirri baráttu að koma samfélaginu aftur á réttan kjöl, eftir skaðann sem COVID-19 hefur valdið. Við munum gera það sem þarf.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum