Hoppa yfir valmynd
2. júní 2004 Utanríkisráðuneytið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs 26. júní 2004

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á stöðum erlendis þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur farið fram vegna forsetakjörs hinn 26. júní 2004, sbr. 3. mgr. 59. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sendiráðum Íslands erlendis, fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York og Winnipeg og hjá umdæmisstjórum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu, Úganda og Malaví. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista.

Væntanlegum kjósendum er vinsamlega bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma að kjósa. Hagnýtar upplýsingar um forsetakjörið má finna á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins: http://domsmalaraduneyti.is/forsetakosningar

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslur

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum