Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2004 Utanríkisráðuneytið

Fjórði ráðherrafundur Norðurskautsráðsins 24. nóvember 2004

Nr. 055

Loftslagsbreytingar og mannlíf á norðurslóðum eru meðal meginviðfangsefna fjórða ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem haldinn verður á Nordica hótelinu í Reykjavík á morgun, 24. nóvember 2004, og hefst kl. 8:30.

Utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, stýrir fundinum.

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins koma til fundarins og munu þeir m.a. fjalla um nýútkomna skýrslu ráðsins um loftslagsbreytingar á norðurslóðum. Auk þess munu ráðherrarnir leggja fram sérstakt stefnumótandi skjal um viðbrögð aðildarríkjanna við skýrslunni.

Á fundinum verðu jafnframt til umræðu ný skýrsla um mannlíf á norðurslóðum sem unnin hefur verið sem hluti af formennskuáætlun Íslands í ráðinu. Skýrslan er fyrsta yfirgripsmikla samanburðarkönnunin sem gerð er á lífsskilyrðum íbúa norðurslóða í heild sinni og var samantekt hennar eitt af forgangsmálum Íslands í formennsku þess í Norðurskautsráðinu tímabilið 2002-2004.

Á fundinum verður ennfremur lögð fram heildræn skýrsla um málefni hafsins á norðurskautssvæðinu.

Með ráðherrafundinum lýkur tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum