Hoppa yfir valmynd
10. maí 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Listakonur afhenda myndverk

Heimsókn frá Sólheimum
Listakonur afhenda myndverk sín

Listakonurnar Sigríður Rut og Ebba Þuríður, íbúar Sólheima, afhentu í dag Árna Magnússyni félagsmálaráðherra myndverk sín sem félagsmálaráðuneytið festi kaup á nýlega. Myndirnar prýða nú veggi skrifstofu ráðherra og fengu gömlu meistararnir að víkja fyrir myndum þeirra stallna.

Rut og Ebba lýstu verkum sínum fyrir ráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins við góðar undirtektir. Við þetta sama tækifæri færðu Sólheimar Árna Magnússyni fallega leirskál unna af Herborgu Auðunsdóttur. Einnig er fyrirhugað að fundarsalur ráðuneytisins verði prýddur myndum eftir fatlaða listamenn.

Sigríður Ruth Hjaltadóttir fædd í Reykjavík 5. apríl 1938. Ruth fluttist til Sólheima árið 1982, hún er mikill kvenskörungur ákveðin í skoðunum og röskleg til vinnu. Tilfinningavera og mikið í mun að allir lifi í sátt og séu góðir vinir. Hún er kát að eðlisfari og alltaf stutt í húmorinn og kímnina hjá henni.

Eiginleik þessa má glöggt sjá í mjög svo persónulegri útfærslu hennar á myndefni eins og til dæmist manneskjum, húsum og blómum.

Ebba Þuríður Engilbertsdóttir fædd í Reykjavík 18. júlí 1942. Ebba fluttist til Sólheima árið 1981. Hún er mjög svo umhyggjusöm gagnvart samborgurum sínum og umhverfi. Alltaf tilbúin og fljót að bjóða fram aðstoð sína ef með þarf. Hússtörf eru hennar ær og kýr og er hún félagslind og létt í skapi.

Myndverk hennar byggja yfirleitt á egglagaformi í samspili lita sem hún vinnur af natni lag yfir lag á pappírinn.

Báðar starfa þær við Listasmiðju Sólheima, Ingustofu undir handleiðslu Ólafs Más Guðmundssonar myndlistamanns.

Myndir frá afhendingu verkanna:


Heimsókn frá Sólheimum

Heimsókn frá Sólheimum

Heimsókn frá Sólheimum

Heimsókn frá Sólheimum

Heimsókn frá Sólheimum
       
       

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum