Hoppa yfir valmynd
21. júní 2013 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra kynnir sér vegamál á Vestfjörðum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tekur í dag þátt í málþingi á Tálknafirði á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál á Vestfjörðum. Á dagskrá er umfjöllum um ýmsar hliðar samgöngumála á Vestfjörðum og mun vegamálastjóri flytja þar erindi ásamt ráðherra og fulltrúum frá Fjórðungssambandinu.

Innanríkisráðherra kynnir sér vegamál á Vestfjörðum.
Innanríkisráðherra kynnir sér vegamál á Vestfjörðum.

Innanríkisráðherra kynnti sér í gær framkvæmdir sem nú standa yfir við Vestfjarðaveg nr. 60 í milli Þverár í Kjálkafirði og Eiðis í Vattarfirði og greindi Hreinn Haraldsson vegamálastjóri frá framkvæmdunum og hvað væri framundan í frekari verkefnum á Vestfjörðum samkvæmt samgönguáætlun. Vegarkaflann í Kjálkafirði og Kerlingarfirði endurbyggir Suðurverk og er það nærri 16 km langur kafli vegarins. Bæði Kjálkafjörður og Mjóifjörður eru þveraðir með görðum og brúm sem styttir leiðina nokkuð. Er þetta umfangsmesta verkefni Vegagerðarinnar þessi misserin fyrir utan jarðgöng.

Innanríkisráðherra kynnir sér vegamál á Vestfjörðum.

Innanríkisráðherra fékk góðar móttökur hjá Vegagerðinni í Búðardal.Þá heimsótti ráðherra starfsstöð Vegagerðarinnar í Búðardal þar sem Sæmundur Kristjánsson tók vel á móti ráðherra og fylgdarliði með sérhannaðri rjómatertu. Síðan áði ráðherra við Teigsskóg en ráðherra hefur nýverið falið Vegagerðinni að undirbúa umhverfismat á mögulegri veglínu, láglendisvegi um Teigsskóg, þar sem Djúpifjörður og Gufufjörður yrðu þveraðir utarlega. Hafa heimamenn á þessum slóðum ítrekað sóst eftir því að kannað verði hvort þessi leið yrði heimiluð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum