Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2009 Félagsmálaráðuneytið

Fundur norrænna vinnumálaráðherra

Norðurlandaþjóðirnar glíma við ört vaxandi atvinnuleysi ungs fólks vegna fjármálakreppunnar, en til lengri tíma litið er fyrirsjáanlegt að verulegur skortur verði á vinnuafli vegna breytinga á aldurssamsetningu þjóða.

Á árlegum fundi norrænna vinnumálaráðherra sem fram fer í Reykjavík á morgun, 11. nóvember, verður rætt um hvað Norðurlandaþjóðirnar geta gert til að berjast gegn vaxandi atvinnuleysi ungs fólks og jafnframt hvaða leiðir séu vænlegar til að fyrirbyggja alvarlegan skort á vinnuafli í framtíðínni.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, boðar til fundarins, en hann gegnir á þessu ári formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um atvinnumál. Auk hans sitja fundinn ráðherrarnir Anni Sinnemäki, Finnlandi, Sven Otto Littorin, Svíþjóð, Johan Dahl, Færeyjum og Jan-Erik Mattsson, Álandseyjum. Fulltrúi Danmerkur á fundinum er Bo Smith, ráðuneytisstjóri, fulltrúi Noregs er Jan-Erik Støstad, ráðuneytisstjóri og Avva Mathiassen er fulltrúi Grænlands.

Fundur ráðherranna fer fram á Hótel Nordica í fyrramálið. Strax að honum loknum kl. 11:30 er boðað til fundar ráðherranna með fréttamönnum og verður hann einnig haldinn á Hótel Nordica.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira