Hoppa yfir valmynd
22. maí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Samkomulag undirritað um nýtt hjúkrunarheimili

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjórinn í Seltjarnarneskaupstað, undirrituðu í dag samkomulag um að byggja sameiginlega hjúkrunarheimili á svokallaðri Lýsislóð, en lóðin markast af Eiðsgranda og Grandavegi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið greiðir 70% kostnaðar við að reisa hjúkrunarheimilið, Reykjavíkurborg greiðir 20% og Seltjarnarneskaupstaður greiðir 10% kostnaðarins. Hjúkrunarheimilið verður í eigu aðilanna þriggja í sömu hlutföllum. Það er Seltjarnaneskaupstaður sem leggur til lóðina í þessu skyni samkvæmt drögum að deiliskipulagi sem fyrir liggur. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við hjúkrunarheimilið verði 12 til 1400 milljónir króna og er þá miðað við meðalsstofnkostnað hjúkrunarrýmis, eða um 15 milljónir króna, og að rýmin verði allt að 90 talsins. Meðaltalskostnaður við rekstur hvers hjúkrunarrýmis er um 5,5 milljónir krónur á ári, og rekstrarkostnaður vegna hins nýja heimilis því áætlaður um 500 milljónir króna á ári.

Sjá nánar fréttatilkynningu: Hjúkrunarheimili á Lýsislóð - samkomulag



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum